mánudagur, janúar 22, 2007

lalalalalasgna!!

Ég var farin að örvænta að engin myndi nú kommenta hjá mér og sagðist ekki ætla að blogga fyrr en það væri komið komment. Auðvitað get ég treyst ykkur dúllurnar mínar. :)
***
Ég er alltaf langt á eftir með allt. Lengi að meðtaka tískuna, lengi að fíla einhverja karaktera eins og Silvía Nótt var (ef ég fíla þá yfir höfuð) og já ég er langt á eftir með Kompás umræðuna. Er að horfa á hann núna á netinu og mikið djöfull eru þessir barnaperrar viðbjóðslegaógeðslega sikk lið. Maðurinn er búinn að vera að brjóta gegn börnum í 20 ár hann fær reynslulausn og fer í sama farið. Sumum mönnum er ekki viðbjargandi og greinilega að endurhæfing hafi ekkert að segja. Þetta lið á bara að vera lokað inni alla tíð. ojojoj.
***
Yfir í allt annað. Úfff var að horfa á handboltan. Mikið var ég stolt af strákunum OKKAR! Rústuðu Frökkum og komust áfram. Þó ég sé ekkert svaka sportisti trillist ég ef ég horfi á spennandi leiki í handboltanum. Sit á taugum í sófanum og kalla og skammast, öskra og hrópa! Já það þarf lítið til að láta mig truflast ;)
***
Eldaði Lasagna í matinn...namminamm það var gott. Þakka Kalla fyrir góða uppskrift af ostadjúsí sósu.
***
Góða nótt.

4 Comments:

At 11:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Áfram Ísland, Áfram Ísland o le o le o le o le o le.......

 
At 11:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já helvítis barnaperrar....ætlaði að blogga um þetta í gær en var of reið!

Kv,Kristin.

 
At 3:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úff... ég verð líka alveg brjáluð þegar ég heyri um svona barna-perra, það á bara að skera undan þessu liði og setja það í einangrun til æfiloka.

Frábært hjá Landsliðinu, áfram Ísland.
Knús, Kristrún

 
At 1:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mig langar í lasanja og uppskrift af ostadjúsísósunni!! settu það á bloggið thanx :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home