laugardagur, janúar 20, 2007

sí-malandi í síma-landi

Úfff ætla að vera snögg að skrifa núna. Evróvisjón að byrja. Hef trú á að lögin í ár verði jahhh ekkert spes, en auðvitað ætla ég ekkert að dæma fyrirfram. Ég er rosa gjörn á að gera það!
***
Jæja söngvakeppnin búin og það fyrir löngu. Hafði ekkert að skrifa um og lagði því tölvuna frá mér. Dúdda mía hvað þetta gaul var nú BORING. Ekkert lag sem höfðaði til mín. Bókstaflega ekkert. Kannski á þetta eftir að venjast, en það eru nú 2 laugardagar eftir enn og því þarf maður kannski ekkert að örvænta srtax.
***
Ég hef oft verið að velta því fyrir mér með sjálfa mig. Ég er ekki mikið fyrir að blaðra, jahh eða bara tala mikið. Stundum veldur þetta mér hugarangri en oftast ekki. Ég á mjög auðvelt með að tjá mig skriflega og get skrifað allt sem ég hugsa...en að koma því frá mér í tali er allt annar handleggur. Þegar ég var á Ítalíu var ég iðulega skömmuð fyrir að tala lítið (þeir tala alltaf eins og fullar kellingar í hóp, þó það séu bara 4 fjölskyldumeðlimir að spjalla). Ég á samt ekkert erfitt með að tala við vini mína eða neitt þannig, er ekki að segja það en ég hef bara ekkert alltaf frá miklu að segja og stundum finnst mér bara gott að hlusta á aðra tala. Veit ekki afhverju ég fór allt í einu að hugsa um þetta, en vildi koma þessu frá mér og vona að þið skiljið hvað ég er að reyna að segja.
***
Já nóg að bulli í dag. Laugardagur í dag og ég hef lítið sem ekkert gert. Bara verið að hanga heima og "tjilla".
Bless.

3 Comments:

At 11:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þess vegna er það alltaf ég sem blaðra frá mér allt vit þegar við tölum saman!!! En þú ert góður hlustandi og það er æðislegt að eiga þig sem vinkonu. Ég fæ samt oft samviskubit eftir að hafa spjallað við þig og hugsa um það sem við ("ég") spjölluðum um ;) Ég þarf að vera meira eins og þú stundum, hlusta meira og tala minna.
Ætla að kíkja á RUV og ath. hvort ég geti kíkt á þessi lög.
Knús,Kristrún

 
At 10:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh....sammála þér...kom nú samt bara inn í kosninguna og heyrði því bara brot úr öllum lögunum og jakk segi ég nú bara! Vonandi verða næstu laugardagar betri!

Kv Kristín.

 
At 8:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála þér með Júróið. Alveg hreint hrikalegt bara. Hálf skammaðist mín fyrir þjóðerni mitt, og vonaði að engin útlendingur væri að horfa. Er það virkilegt að við íslendingar sökkum svona feitt í laga og textasmíðum eða er þessi keppni kannski bara fyrir plebba? Er þetta kannski eins og með áramótaskaupið? Er maður bara glataður ef maður fílar etta ekki? Jæja, þá skal hafa það. Ég neita að þurfa að hlusta á nokkurt þessara laga aftur.
En Hey, ég er farin að skrifa ræður á annara manna blogg eina ferðina enn ;o) Best að hætta áður en ég fer að tjá mig um eitthvað sem virkilega skiptir máli.. Hehe
Kveðja Hrafnhildur

 

Skrifa ummæli

<< Home