fimmtudagur, janúar 18, 2007

Ég er rola, rugludallur.

Í gær var ég ekki með neitt röfl um sjálfa mig og reyndi eftir fremsta megni að hlýfa ykkur við því. Hvað fékk ég útúr því? EITT komment og þar var ég sökuð um ritstuld! Mæómæ, kannski er best að vera í vælinu bara og fá komment. Hvað finnst ykkur?
***
Ég hef mikið verið að pæla í einu sem tengist vinnu minni. Ef maður hringir sig inn veikan eða er heima með veikt barn þá þarf maður að láta vita hvenær maður mæti aftur. Jebb það er vinnusparnaður! Sé fyrir mér símtalið" Hæ þetta er Halldóra, heyrðu ég er lasin og kem aftur eftir 3 daga"!!!!! HALLÓ hver getur sagt svona? T.d. var Ólafur veikur heima í dag Ásgeir var hiema, hefði ég verið heima þá hefði ég ómöglega getað sagt hvenær hann yrði hresss. Hann var ágætur í dag en kominn aftur með hita í kvöld þannig að morgundagurinn er enn óljós. Fíla ekki svona bjánaskap. Vinnusparnaður myass.
***
Hvað var það nú meira sem ég ætlaði að segja ykkur? já alveg rétt. Ætla að linka hér á eina síðu. www.thorrioggoa.blogspot.com Nokkrir samstarfsmenn mínir að taka þátt í smá "leik". Ég ákvað að vera ekki með enda eru markaðsöflin í landinu ekkert að þjarma að mér og ég er ekki vön því að spreða í bull og vitleysu. Sniðugt hjá þeim og verður gaman að fylgjast með þessu.
***
Minni á skrif Netverjasns á morgun hann lofar þrusu pistli um Dolly og eitt af hennar lögum. Ég hlakka allavega til að lesa.
***
Takk í dag ekki gleyma að kommenta :)
HH

8 Comments:

At 9:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja best að kommenta og það undir NAFNI annars fær maður bara skammir :(
Þetta er ótrúlegt þarna í Laugarnesinu með að tilkynna veikindi ekki var þetta svona í Fossó. Njóttu þessa samt að vera heima í dag. Það væri t.d. tilvalið að baka og bjóða í kaffi :) Sjáumst dúllan mín. Kveðja, Lilja Dóra Harðardóttir

 
At 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni. Vertu heima í dag og hver veit nema maður reki inn nefið!!

Lov U
Sigga

 
At 10:34 f.h., Blogger Halldóra said...

Jæja kæru systur...tek ykkur á orðinu og baka einhverja dýrindis tertu og hver veit nema ég geri eitthvað meira sniðugt!!
Þið vitið hvar ég bý.
HH

 
At 12:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna það er nú ómögulegt að vita henær maður "hættir" að vera veikur eða barnið manns...!

En í sambandi við að kommenta þú ert nú ekkert svo dugleg að kommenta vinan þá fær maður kannski ekki komment til baka hehehe ;) ;)

Bataknús,

Kristín.

 
At 1:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti í köku í dag eftir vinnu!!

 
At 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Læt sjá mig. mmmmmmm hlakka til

 
At 3:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa "vælið" í þér heldur en eitthvað menningarlegt úr fréttunum ;)
Ég vona að Ólafur nái sér fljótt.

Knús, Kristrún

 
At 6:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem líka í köku!!! Er alltaf að reyna kommenta en það tekst aldrei, skil ekki hvað það er sem ég geri vitlaust. Kannski að Vestfjarðanetið nái ekki til RVK?
KV. Elín

 

Skrifa ummæli

<< Home