föstudagur, janúar 19, 2007

Tjaldið fellur, stólar bekkur borð.

Já svei mér þá ef það er ekki bara komin föstudagur með öllu tilheyrandi. Hummm veit svo sem ekki hvað er tilheyrandi hjá mér á föstudögum...allir dagar eins hjá mér, nema það er auðvitað ekki vinna á morgun!
***
Systur mínar stóðu við sitt og kíktu í kaffi áðan. Enda var ég búin að baka gómsæta tertu og hver gerir betur í tertumálum en einmitt ég? Jújú svo sem helling af fólki en ég legg alltaf hjartað í það sem ég geri svo það verði aðeins betra.
***
Afmælisbarn dagsins er engin önnur en drottningin sjálf Dolly Parton. Ég vona að hún hafi haft það gott í dag. Sjáumst eftir akkurat 2 mánuði. Jiii ég er alltaf að verða spenntari og spenntari. Hlakka auðvitað til að hlusta á fallega tónlist í góðra vina hópi (já ég veit ógeðslega stór "hópur") en svo hlakka ég bara til að fara í smá frí og umgangast fullorðið fólk!!
***
Já það er gott að einhver hér "fíli" betur röflið í mér en hitt sem ég reyni að pína uppúr mér. Það er miklu auðveldara að skrifa eitthvað bull röfl :) Talandi um röfl. Eldhúsið í klessu og best að koma því í ágætis horf áður en maður fer að elda kvöldmat. Æjjj ég át svo mikið af köku að ég nenni ekki að elda. Geri það bara á morgun.
***
A domani
HH

3 Comments:

At 12:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sniðugt að Guðrún móðursystir og Dolly eigi sama afmælisdag.
Svakalega ertu myndaeg að skella bara svona í tertur af minsta tilefni. Ég bakaði ekki einusinni fyrir Kamillu á afmælisdaginn, keypti bara tilbúið. Ég er ekki búin að baka frá grunni í meira en ár, hér er það sko BettyCrocker vinkona mín sem sér um allann bakstur ;)
Knús, Kristrún

 
At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey heimta tertuboð fljótlega í þessar fínu tertur vinan ;)

Kv Kristín.

 
At 9:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er myndin sem tekin var í tertuboðinu?
Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home