sunnudagur, janúar 21, 2007

Eitt hjól undir bílnum

Já samkvæmt áræðanlegum heimildum á að sjást til sólar í Bolungarvík þennan dag eftir dimma daga! Í tilefni dagsins var mér boðið í sólarpönnukökur til múttu. Namminamminamm. Runnu þær ljúft niður ásamt kaffi.
***
Á morgun er mánudagur. Þá kemur í ljós hvort við fáum nýjan bíl :) Vííííí okkar drusla er að hruni komin og ber okkur ekki lengur. Við höfum auga á einum kagga og tjái ég mig betur um það á morgun ef af verður.
***
Fékk óvænt símtal í kvöld. Casu gengið mætt á hina línuna. Úfff það fékk hjartað til að slá að tala ítölskuna svona óundirbúin! En auðvitað var það allt í gúddí. Ég þakkaði fyrir pakkann sem fékk og laug því að þetta hefði verið svo gómsætt og frábærislega gott! Osturinn endaði hjá mömmu og hennar vinkonum. Pastað var myglað en ég sagðist hafa eldað það eftir kúnstarinnar reglum. Salami pylsan var svo ógeðsleg þegar hún var komin að hún fór beint í ruslið! Vínið já vínið er frábært og auðvitað ekkert skemmt ;) Svo var það jólakakan...hún endaði á flugvellinum, þar er allt étið! En þrátt fyrir allt þetta var frábært að fá pakka frá þeim og allt það :)
***
Seisei lömbin mín, þá er komið nóg í dag.

2 Comments:

At 2:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha... Æi hvað það var leiðinlegt að þið skylduð ekki njóta pakkans betur en þetta :D En oft má satt kyrrt lyggja og auðvitað var ferlega sætt af þeim að senda þér svona flottann pakka þó ekki kæmist allt heilt á leiðarenda.
Til hamingju með sólina þarna í Bolungarvíkinni. Ég á nú minningar um sólarkaffið á Ísafirði í litlu kaffistofuni hennar ömmu Grétu.

Hlakka til að heyra hvernig kagga þið fáið næst.

Knús,Kristrún

 
At 5:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey kúl kanntu ítölsku !! Ég missti alveg af Evróvisjón og það hefur bara ekkert verið grátið yfir því enda finnst mér eins og Sylvíu hryllingurinn hafi verið í gær hehehehehe
Kveðja, Anna Brynja
p.s. ég get ekki kommentað hjá þér með því að skrá mig inná blogger því þú ert ennþá í gamla kerfinu!! Farðu nú að skipta kella mín hihihiihihi

 

Skrifa ummæli

<< Home