þriðjudagur, janúar 23, 2007

Life ain´t easy.

Já ég hef lengi verið að hugsa, þar sem þorri lesenda minna þykist vera í heilsuátaki að henda inn nokkrum djúsí hollum uppskriftum hingað inn. Hvernig hljómar það? Ég er ekki að fara að gera það núna þar sem ég er í vinunni og er ekki með uppskriftirnar í hausnum! Ég er reyndar huhummm sko alveg hætt að nenna að vera eitthvað dugleg. Vil helst gott kjöt með bernesesósu, en þá bara á veitingastöðum því ég kann ekki að elda gott kjöt!
***
Talandi um eitthvað gott...er að fara í sumó í kvöld og verður örugglega eitthvað gúmmilaði á boðstólnum ef ég þekki gellurnar rétt. Mmmmmm...
***
Þetta er loka vikan í áskoruninni. Mikið hlakka ég til þegar þetta er búið. Gæti gubbað stundum þegar ég hugsa til þess að fara að blogga. Þetta er í lagi svona 2-3 í viku en daglega það er full mikið af hinu góða.
***
Hitinn í borginni er kominn uppí 3 gráður í plús, það er gott, ég vil að það fari að vora. Æjjj en það er víst bara janúar enn og páskahretið eftir og öll hin hretin!
***
Ekkert að frétta af bílamálum. Held að þessir menn nenni ekki að selja, bílinn kemur á morgun, bílinn kemur á morgun, þetta er maður búin að heyra í viku! Ég veit ekki hvað er á morgun hjá þeim. kannksi er það sem ég kalla mánuður, ég veit ekki.
***
Er að spá í að fara að koma mér heim. húsið er í rúst og svei mér þá ef það er ekki farið að lykta eitthvað furðulega...ekki er það þó af mér þar sem ég fór í mína mánaðarlegu sturtu í morgun! Æjjj kannksi ég fari frekar í "mollið" og reyni að eyða peningum eða eitthvað, ég á svo mikið af þeim að ég veit hreinlega ekki hvað ég get gert!
***
CIAO
HH

4 Comments:

At 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held þú ættir bara að skreppa til mín í smá húsmæðra orlof (Ólafur er auðvitað velkominn líka) Hér er sko farið að vora og trén byrjuð að blómstra og aðeins einstaka kaldur dagur en sjaldan kaldara en "peysu veður".
Æji, sorrí ætla ekkert að núa því um nasirnar á þér. Ég sakna þín bara svo mikið og reyni allt til að fá ykkur mæðginin í heimsókn.

Knús,Kristrún

 
At 6:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta virðist vera orðið nokkuð algengt hjá verslunum og þjónustugeiranum í dag... keyptum gallað rúm og vorum búin að bíða síðan um miðjan des eftir nýju rúmi og alltaf afsökunin "gámurinn kemur á morgun" endaði semsagt á því að við fengum nýtt rúm í gærkvöldi kl 11...... :)
stórfurðulegt þannig að hang in there... nýr bíll kemur á endanum
kv. Guðlaug Rós

 
At 9:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já lýst sko vel á að fá uppskriftir..kann ekki að elda neitt heilsusamlegt!!

Kv Kristín.

 
At 11:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Endilega henntu inn uppskriftunum... Jömm Okkur Kristínu vantar eitthvað sniðugt fyrir næstu helgi. Ætlaru ekki að mæta stelpa???

Kv Hrafnhildur

 

Skrifa ummæli

<< Home