sunnudagur, janúar 28, 2007

and in the end.

Þá er komið að því kæru lesendur. Síðasta bloggið í þessari áskorun. Þetta er búið að vera helv… strembinn mánuður og mér finnst að bæði ég og Netverjinn eigum hrós skilið. Meira en hrós jafnvel, miklu meira.

Ég er komin heim til mín í Kópavoginn og líkar það vel. Mjög gott samt sem áður að fá frí og komast aðeins í annað umhverfi.

Vááá hvað ég var stressuð í gær. Tölvurnar í sveitinni voru ekki að virka og ég prófa þrjár tölvur þegar þetta loksins komst í gegn. Ég skrifaði í word en allt kom fyrir ekkert. Ég var búin að skrifa mjög mikið og skemmtilegt en breyttist að lokum í örvæntingu og stress.

Ég mun að öllum líkindum ekki blogga á morgun en ég mun samt bráðum henda inn uppskriftum og svona. Mér finnst ég ekki hafa fengið nóg af kommentum. Auðvitað þakka ég þeim sem kommenta daglega J Takk takk. En það væri gaman að fá meira, því þetta virkar sem vítamín sprauta á skrif mín!

Jæja ég er þreytt eftir ferðalagið og ætla að koma mér í háttinn. Takk kærlega fyrir góðan mánuð og hittumst hress.
HH

11 Comments:

At 11:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir samkeppnina!

Ég vann samt :)

 
At 4:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka þér kærlega fyrir skemmtilegann mánuð. Ég vona að þó þú skrifir ekki á hverjum degi að þú skrifir allavega nokkrum sinnum í viku. Ég mun sakna þess að sjá ekki eitthvað nýtt á hverjum degi.

Knús, Kristrún

 
At 9:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt allt mitt hrós skilið...elsku dúlla, hef fylgst með bullinu í þér á hverjum degi en biðst afsökunar á að hafa ekki alltaf kvittað :-( Ég vil einnig þakka netverjanum fyrir skemmtilegar færslur...en var of feimin til að kvitta þar ;-) Haltu endilega áfram að blogga, alltaf gaman að lesa hvað á daga þína drífur. Hlakka líka óstjórnlega mikið til að fá inn uppskriftir af linsubaunabuffi og tofuhakki..hehehe....annars er ég meira fyrir súkkulaðikökur og þannig kruðerí...

Góðar stundir dúlla mín og hafðu það gott...

Sigga

 
At 10:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kalli. Þú vanst ekkert og hættu þessu bulli. Í hreinskilni þá vann ég. en ég er tilbúin að hafa þetta jafntefli.
Halldóra

 
At 1:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bravó bravó...*klappklapp* Til hamingju með þetta að hafa þraukað þennan mánuð...það er búið að ver rosa gaman að fylgjast með og held ég að ég hafi kvittað nánast alltaf...:) Ekki hætta samt að blogga mín kæra ;)

Kv Kristín.

 
At 8:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kæra "flugdrottning" (eins og Netverjinn kýs að kalla þig)
Þú fluggáfaða flugdrottning hefur greinilega fengið þá flugu í höfuðið að hætta að blogga daglega. Ég, flugafgreiðsludaman og flugsystir nr. 1 er alfarið á móti því að þú hættir að blogga daglega. Ég hef haft mjög gaman að þessum lestri og kíki hingað daglega. Ég veit að þitt hugarflug er það mikið og fjörugt að þú ferð létt með að blogga daglega út þorrann. Hér með skora ég á þig að blogga fram að góu. Vona að fleiri séu mér sammála og commenta um það hér og nú.
Fljúgandi kveðja úr Fossvoginum,
Lilja

 
At 12:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, flugafgreiðsludama, ég er alveg sammála þér. Ég legg til að flugdrottningin bloggi daglega. Skora hér með á hana með þér...

...en ég ætla sko ekki að gera það - þetta er einhliða áskorun! Kommon Halldóra - þú fékkst heilan dag í frí!

 
At 12:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, Halldóra, ég skora líka á þig! Ertu flugkona eða mús?

 
At 12:36 f.h., Blogger Aldan said...

Verða ekki allir að vera samtaka í þessu, ég skora líka á þig! Þú er ágætis rugludallur og það er gaman að lesa þig :)

 
At 3:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

You can do it!!

Kv Kristín.

 
At 1:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég skora líka á þig.
;)

Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home