föstudagur, janúar 26, 2007

Ég er að missa vitið

Jahérna hér. Ef fólk heldur mig ekki klikk núna þá veit ég ekki hvað! Við erum á leið Norður og ég á miðri leið hugsaði "shit ég á eftir að blogga og ég má ekki tapa". Það var snúið við á punktinum og nú er ég á flugvellinum að ropa þessum 150 orðum hér inn.
***
Við erum búin að kaupa bíl :) Je baby...jeppinn er kominn í hlað og verður reynslu ekið Norður :) Þetta er svaka trukkur og dugar ekkert minna, því þegar við förum eitthvað þá er búslóðin nánast tekin með!
***
Uppskriftirnar koma eftir helgi því í þessari áskorun má ekki gera copy/paste og ekki nenni ég að vera með þvílíkt langt blogg. En þessu helv.... lýkur á sunnudag og þá fer ég að skrifa sjaldnar, verð skemmtilegri og kem með uppskriftir og annað skemmtilegt fyrir ykkur dúllurnar mínar.
***
Jæja strákarnir mínir bíða í ofvæni eftir að komast úr bænum.
Ohhh og ég bara komin með tæp 100 orð...
***
Hvað get ég sagt ykkur meira skemmtilegt? Það er kominn föstudagur. Alltaf gott að komast í helgarfrí. Svo fer að styttast í vetrarfrí. En ég ætla nú ekkert að byrja að telja fyrr en eftir helgi ;)141
***
Jæja...verð að drífa mig út í nýja bíl og halda á vit ævintýranna fyrir norðan. Eins gott að halda sig fjarri bænum þegar maður er búin að eyða öllum sínum krónum í bíl sérstaklega núna þegar útsölurnar eru á fullu.
Bæbæ
HH

3 Comments:

At 6:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jahérna -- já, þú ert að missa það! En voða áttu góðan mann - minn hefði ALDREI samþykkt að snúa við! :)

Já, og til hamingju með hina nýju sjálfrennireið. Efast ekki um að þetta er hinn glæsilegasta eðalkerra.

 
At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bílinn..og góða ferð norður :)

Kv Kristín.

 
At 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með jeppann dúllan mín. Gott að þú ert komin á rúmgóðan bíl ekki veitir víst af ;)
Kveðja, Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home