föstudagur, apríl 07, 2006

Á spáner gott að djammog djúsa...

Góðir hálsar.
Einn og hálfur klukkutími eftir af vinnudegi mínum og þá er ég komin í LANGÞRÁÐ páskarfrí. Það er föstudagur og helgin framundan í allri sinni dýrð.
Ég tók þó forskot á sæluna (ef sælu skyldi kalla) og skellti mér á kvöldverðarboð SAF, sem er pakkið í ferðaþjónustugeiranum. Étnar voru H5N1 smitaðar andabringur og humar (sem var góður). Eitthvað var drukkið annað en vatn á skemmtuninni, allavega miðað við ástandið á mínu heimili í morgun!!!

Ég dansaði allt kvöldið undir rokkinu frá Úlfunum. Dansherrarnir voru allir aðrir en unnustinn enda er greyið með eindæmum taktlaus.

Er einhver til í að bjóða mér til útlanda? Ég er komin með ógeð á þessum helv***** kulda og þessum lönguliðna vetri sem ætlar þó aldrei að fara. Ég er farin að hlusta á Dolly eins og hún gerist rólegust, það er bara ávísun á þunglyndi jahh allavega smá depurð. Ég vil fá sól, smá hita í kroppinn og gleðigleðigleði (síðasta orðið sungið). Þannig að ef einhver þarna úti er til í að bjóða mér út þá sendið mér póst á doradjamm@hotmail.com og ég verð tilbúin í stuttbuxunum :)

Jæja það er best að ljúka kennsludeginum smá happy og hætta þessari fjandans sjálfsvorkun og volæði.

Guð veri með ykkur ég hef engan tíma.
HH

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Úti er alltaf að snjóa.

Titlarnir hjá mér að undanförnu hafa verið frekar frekar "leim" og ekkert átt skilt við það sem ég er að skrifa um. En þetta eru allt brot úr lögum sem ég er með á heilanum þá stundina!!

Það er miðvikudagur og aðeins 2 dagar í páskafrí, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég hlakka mikið til. Í dag er 5. apríl og á hún móðir mín afmæli, til hamingju með daginn elsku mamma (veit hún les ekki bloggið mitt en það er í lagi að þið vitið það). Kannski manni verði boðið í mat í kvöld jahh allavega í kaffi.

Það er bylur úti og ég varla sé í næsta kofa. Hvað er málið? Eins og þið vitið þá hef ég ekki húmor fyrir fyrir svona veðri þegar langt er liðið á vorið, en það er nú svo sem margt annað sem ég hef ekki húmor fyrir...t.d. ekki þegar bílar keyra LÖTURHÆGT á vinstri vegarhelming, þegar rúðþuþurrkurnar á bílnum virka ekki og úti er ausandi rigning, þegar nemendur HANGA bókstaflega á útihurðinni á smíðaskúrnum og reyna að opna hana (hún er læst). Og þegar aðeins fimm mínútur eru eftir af kaffitímanum eins og núna :(

2 dagar Halldóra 2 dagar í 10 daga frí...

mánudagur, apríl 03, 2006

well I think it´s fine building jumbo planes

Hvað er betra en mánudagur?

Ég held ég ætli að ekki að hefja upptalningu á því enda gæti hún orðið annsi löng! Helgin er afstaðin ég er nú bara smá fegin að þessi helgi sé afstaðin, það var mikið að gera, en samt auðvitað gaman það er ekki það. Stundum eru helgarnar bara ekkert frí, maður er enn þreyttari á mánudögum en nokkrum öðrum dögum.

Ég hef tekið ákvörðun varðandi næsta haust...jahh kannski ekki alveg ákvörðun hvað ég ætla að gera en ákvörðun hvað ég ætla EKKI að gera.

Litli strákurinn minn hann Ólafur var þriggja ára í gær. Það segir mér bara að tíminn stendur ekki í stað, þó mér finnist þessi mánudagur ekkert þokast í átt að síðdegi.

Oft þegar ég keyri heim eftir vinnu eða bara þegar ég er sem minnst að gera, dettur mér alltaf í hug eitthvað alveg hreint brill til að blogga um en svo þegar heim er komið og ég kveiki á tölvunni þá er eins og heilinn fari í eitthvað mók og ekkert gerist (heilinn minn sem oftast er vel virkur)!!!

Ég var búin að lofa einhverjum breytingum á þessari síðu, það er nú örugglega mánuður síðan sem ég sagði þetta og ekkert gerist. Ég er bara að bíða eftir hjálp!!

Kveðja
HH