sunnudagur, október 15, 2006

hvað er þetta líf nema andartak sem líður hjá.

Þá er dagur að kveldi kominn og enn ein helgin afstaðin.
Byrjaði helgina í banastuði og skellti mér á tjúttið með Kristínu. Hvert fórum við?? Jú auðvitað Oliver þar sem var opinn reikningur á barnum. Jájá alltaf fínt að komast með Kristínu út...alltaf frítt að drekka. :) Vorum í banastuði og já einhverju púka stuði...buðum svíum uppá íslenskt brennivínsskot, klipum í rassa og dönsuðum þvílíkt flottu dansana á dansgólfinu.
***
Laugardaginn var ég furðu hress enda góð í vatninu undir það síðasta og vorum líka komnar snemma heim að Kristínar mælikvarða.
Þó ég hafi ekki verið þunn var ég frekar þreytt og pirruð eitthvað...held það sé veðrið. Þunglyndisveður dauðans búið að vera þessa helgi og ekkert gaman við það.
Langar að skella mér í frí til Bahamas eða eitthvað álíka þar sem er sól, hiti og afslöppun.
***
Vinnan er ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana...margt í ólagi og margt ekki gott...Ef maður er óánægður í vinnunni sem er svo stór hluti af lífi manns þá veitir það ekki á gott. Hummm kannski er ekkert þunglyndislegt við veðrið...kannksi er það bara ég.
***
æjjjjá það er mánudagur á morgun og eins gott að rífa sig uppúr þunglyndi og halda áfram með hið daglega líf.
Ég er rokin í heitt bað.
***
HH þunglynda kveður að sinni.