fimmtudagur, mars 08, 2007

Bull og vitleysa.

Góðan daginn.
10 dagar í Dolly og svona ef ég hef gleymt að skrifa það þá er gellan ekki að þessu sinni í Texas heldur er hún að taka góðan Evrópu túr og ber ég hana augum í Manchester, England, England. Svo mun að auðvitað fara til LIVERPOOL og í þetta sinn mun Bítlasafnið ekki vera lokað, ónei nú verður sko farið í alvöru pílagrímaferð!!
***
Það er allt við það sama hjá okkur í Kópó, gerist ekkert nýtt eða spennandi! Vinna, borða, taka til, sofa, sjónvarp, sofa. Spennandi ekki satt???
***
Það er föstudagur á morgun og er ég ákveðin í því að þessa helgina mun ég ekki hanga heima og láta mér leiðast, ég er svo sem ekki með neitt plan, en ég hlýt að finna eitthvað sniðugt. Fara í Eden eða eitthvað!! Er það kannski alveg úti??
***
Minni ykkur svo öll á að lesa moggnn á föstudag...eða kannksi ekki beint moggan heldur brúðarblaðið sem fylgir mogganum. Mynd af okkur skötuhjúum. Við vorum svo svakalega sæt að ljósmyndarinn vildi setja okkur í blaðið ;)
***
Jæja matur og þá er best að hlaupa upp á kaffistofu til að ná besta staðnum í græna fallega sófanum.
HH

mánudagur, mars 05, 2007

svimisvimi svitabað!!

Eru þið að trúa því að það eru bara 14 dagar í Dolly. Jahh eða sko 14 dagar þar til við förum út. Úffff ég er farin að svitna þegar ég hugsa um það og farin að dreyma leiðindar flugdrauma. Ég "missti" af flughræðslunámskeiðinu...hummm eða kannski þorði ég ekki að fara!! Ekki nóg með það að ég sé að fara þarna út heldur er ég líka að fara til Sardeníu í maí!! Það er nú aðeins lengra flug með lágfargjaldfélagi....*úffff illt í maga* En þá er ég reyndar að taka barnið með. Já ég kvíði að skilja hann eftir heima núna...sérstakelga þar sem við hjónin erum að fara bæði!!! Klikkuð já ég veit!
***
Helgin var róleg...strákarnir mínir eitthvað slappir þannig að ég var bara með þá heima í rólegheitum eða reyndar á flakkinu...sníktum kaffi hér og þar og svo bara verið að taka til! ekki veitti af því!
***
Ég hef roslega gaman af því að telja og var að telja hvað ég ætti eftir að kenna marga daga þar til ég fer til Sardegnu og haldið ykkur nú fast....aðeins 37 kennsludagar. Ég er náttúrulega að taka 5 daga frí til að fara á Dolly svo aftur til að fara til Sardegnu...Shit það á örugglega einhver eftir að reka mig!
***
Jæja ég er bara farin að bulla.bæbæ.