fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Kokkur án klæða!!

Þetta er svo furðuleg veröld...finnst ykkur ekki? Það sem öðrum finnst fallegt finns hinum ljótt, það sem aðrir telja ósköp eðlilegt finnst hinum alveg fáránlegt! Já ég hef fengið að finna fyrir þessu öllu í dag!! Kalli er með einhverja fáránlega mynd af mér á mbloginu sínu ,,svo fín mynd" seigir hann....jésús hún er svo hræðileg að ég ætla ekki einu sinni að linka á þetta blogg hans!! Sorry...
Frétti svo að stelpa ein sem ég kannast við og strákur sem ég einnig kannast við voru að trúlofa sig...já par sem ég get ekki séð fyrir mér. Fyndið hvað ólíkar persónur jahhh geta kannski átt sameiginlegt.

Ég á líka áritaða bók með Jamie Oliver liggaliggalálá :) Já það eru ekki allir svo heppnir. En ég fékk bókina áritaða í dag.

Já ég var víst eitthvað að tuða hér um daginn að fara að setja uppskriftir kvöldmatsins. Hef tvisvar skrópað við það!!
Annað kvöldið var það vegna þess að það var bara eitthvað sukk fæði og í gær voru kjötbollur í brúnni sósu með grænmeti og kartöflum.
Nú svo í dag var tortillas (eða það sem ég kalla Tacos) þið vitið þessar mjúku. Það þarf nú ekki að eyða mörgum orðum í þessa eldamennsku en ef þið viljið nánari úttekt á þessu þá er bara að koma því til skila í tjáningarkerfi mínu :)

Nú svo er maður að fara á ættarmót um helgina, það verður örugglega svaka gaman, það eru skildmenni Ásgeirs að hittast. Þetta verður einhversstaðar á suðurlandi og óska ég hér með eftir góðu veðri og sól.

Þá er komið nóg í dag enda komin nótt.
Ég ætla að óska Kalla góðrar ferðar til London.
Ykkur ætla ég að bjóða góðrar nætur.
HH

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Sísí fríkar út...

Já, ég er ekki fyrr farin að lofa reglulegum færslum og það daglegum og ég er strax farin að svíkja. En það er nú ekki svo alvarlegt þar sem það er enn mjög árla morguns.
Mánudagurinn (gærdagurinn) var frekar eitthvað skrýtinn. Kíkti með Kristrúnu og Kamillu aðeins í húsdýragarðinn og jedúddamía þvílíkur fjöldi fólks. Ég fíla alveg mikið af fólki og allt það, en fjöldinn allur og það með barnavagna eða kerrur (ég engin undantekning)....nei ég hef ekki mikla þolinmæði í svoleiðis, grenjandi púkar í hverju horni öskur og læti allstaðar að ég bara höndla ekki svoleiðis!!

Að því búnu ætlaði ég nú bara heim að þrífa (hef ætlað að gera það alla helv... helgina) en neiiii fyrst einn rúnt á völlinn, þar var brjálað að gera þannig að ég bara kröklaðist þaðan út, kíkti til Kalla í kaffi og sonur minn alveg á útopnu þannig að við flúðum líka þaðan!! Fórum heim og þá var bara komin kvöldmatur. Þannig að ég myndaðist til að elda og gerði bara heilt lasagna. Eins og vanarlega var bara ég og Ólafur í mat og hefði ég getað boðið a.m.k. fjórum í mat miðað við magnið sem ég eldaði. Já ég held að það sé ekki hægt að elda smá lasagna, svo á ég ekki einu sinni svo lítið eldfast fat að það dugi fyrir tvo...en þetta er nú í lagi...við bara borðum þetta út vikuna! Ég fór í búð og vissi ekki hvað ég gæti haft í matinn þannig að ég keypti hakk svo bara átti ég allt sem til þurfti í fljótlegt lasagna og hér kemur uppskrift gærkvöldsins.

Lasagna
Fyrir 4.

Hakk hitað á pönnu og kryddað.
Grænmeti skorið niður og hent á pönnuna (ég var með sveppi, blómkál, eggaldin, papriku, lauk og tómata) Reyndar skar ég tómatana og eggaldin í sneiðar og raðaði á.
Tómatsósa í dós látið malla með á pönnunni (var með hunt´s lasagna sósu)
svo er lasagnaplötum raðað í eldfast mót og gumsið af pönnunni helt yfir lasagna plötur ofaná og svo koll af kolli þar til allt er búið af pönnunni.
Yfir stráði ég svo ost (átti einhvern pizzaost og mozzarella)
Lét í ofn og þar kokkaðist þetta í 20.mín.
Með þessu fékk ég mér heitt hvítlauksbrauð (sem var til í frysti) og hvítvínsglas til að róa taugarnar eftir daginn!!!
Þetta var s.s. fljótlegur og ódýr kvöldmatur þar sem ég þurfti bara að kaupa hakk :)

Jæja ætli ég láti þetta bara ekki gott heita í dag...allavega þennan morguninn hver veit hvað gerist eftir hádegi??!!
Kveðja
HH

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Ég er kokkur á Kútter frá sandi...

Jahérna, ég er búin að horfa á auðann skjáinn í svona fimm mínútur...datt alveg út! (það gerist víst æði oft hjá mér). Reyna að hugsa hvað ég geti skrifað, hvernig ég geti byrjað, hvernig ég ætti að setja textann upp og ég veit ekki hvað og hvað. Held það sé lang best að byrja bara og sjá svo hvernig þetta allt fer.

Hvað haldiði bara?? Fór í bæinn í dag með Kalla, fórum í Kolaportið og svona, svo á leið okkar í gegnum Austurvöll labba ég bara svona eins og ég er vön að labba, ekkert óeðlilega og á móti mér kemur kona, þétt á velli og labbar á dekkið á kerrunni. Ég snarstoppa og bið hana fyrirgefningar og þegar ég er búin að seigja það við hana þá bara flýgur hún á hausinn og liggur á miðjum Austurvelli kylliflöt. Jeminn hvað mér brá...ég hjálpaði henni á fætur og baðst margfaldlega afsökunnar. Hún sagði að það væri í lagi með sig, tók afsökuninni og arkaði í burtu. Já það er sko vissara að passa sig á mér þegar ég er í bænum og það með kerru!!

Eldaði í kvöld dýrindis kjúkklingarétt fyrir mig og Ólaf. Já ég hef hugsað mér að deila með ykkur þessa vikuna kvöldmatnum mínum, þ.e.a.s. skrifa á hverjum degi hvað var í matinn og hvernig það var kokkað...hvernig lýst ykkur á það hjá mér??

Kjúkklingaréttur á sunnudagskveldi:
fyrir 2.
Tvær kjúkklingabringur, hitaðar á pönnu og kryddaðar að vild.
Frosið Findus grænmeti ( var með brokkolí, gulrætur, hrísgrjón og eitthvað fleira gómsætt sem ég kann ekki að nefna)
Kokosmjólk. Grænmetið og kókosmjólkin blönduð saman í skál og kryddað ef vill.
Svo var þessu bara hellt á pönnuna hjá kjúllanum og látið malla í u.þ.b. 20 mín.

Þetta var maturinn, svo er náttúrulega hægt að hafa alskyns meðlæti allt eftir smekk hvers og eins.
Jæja kallinn var að hringja og biðja mig að setja í vél...eins gott að hlýða því :) hahahaha...
Kveðja
HH