föstudagur, febrúar 24, 2006

Neiii eyði ekki tíma í að finna fyrirsögn!

Ég skrifa þér með blýant því blek er ekki til...trallalalal...

Hér hjá mér er hvorugt til og því skrifa ég bara á rafrænuformi.

Var á leið í vinnuna í morgun (eins og alla aðra morgna) og hlustaði á ónefndastöð, þar er fólk varla talandi og hvað þá meira, en svo á slaginu 0800 voru fréttir, nú og þeir sem eitthvað hafa verið að fylgjast með þjóðmálunum vita að sjúkra og slökkviliðsmenn hafa boðað til verkfalls verði ekki farið að þeirra kröfum og fréttamaðurinn var að reyna að vera svo fyndinn og sagði "slökkviliðsmenn eru bálillir vegna...." Mér finnst alltaf svo hallærislega aulalegt þegar fréttamenn finna svona orð sem "passa" við eitthvað starfsheiti. Varð bara að koma þessu á framfæri.

Í dag er föstudagur (allavega þegar ég er að skrifa þetta, en kannski ekki þegar þú ert að lesa þetta) og LAAAANGÞRÁÐ helgi að koma, meira að segja löööng helgi því það er vetrarfrí mánudag og þriðjudag, tralllalalalal :) Jii hvað ég er glöð.

Jæja það er kominn matur mest að fá sér enn einu brauðsneiðina, ekkert annað í boði hér (frekar lásí)
Yfir og út í buskann!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Klukk enn og aftur

Alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi í þessum netheimi...
Hér kemur eitt...

4 staðir sem ég hef unnið á:
1. NK café
2. Þjóðleikhúsið
3. Ítalía
4. Kennarastarf

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1. Notebook
2. LaBamba
3. Man bara ekkert meir í augnablikinu.
4.

4 staðir sem ég hef búið á:
1. Ísafjörður
2. Birkigrund
3. Ítalía
4. Furugrund

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Ítalía
2. Danmörk
3. Ameríka
4. Austurríki

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
1. Sex and the city (ÆÐIIII)
2. Alias
3. USA bachelorinn!!! (já ég veit laim)!!
4. Rock star INXS voru þrusu þættir.

4 netsíður sem ég skoða daglega:
1. Yahooið mitt
2. Barnaland
3. Job.is (híhíhí)
4. olmedo síðan!!

4 matarkyns sem ég fíla:
1. Súkkulaði (það er matarkyns)
2. Kjúkklingur alla Halldóra!!
3. Pasta
4. Ávextir mmmm

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
1. Flórída
2. Sardegnu
3. Æjjj svo bara hér sem ég er núna (mætti bara vera sól og hiti)