sunnudagur, mars 18, 2007

Rokin!

Jæja mér fannst nú bara rétt að setja inn eina færslu áður en ég held útí heim. Já það er komið að því "the moment we´ve all been waiting for" Er ekki alltaf svona í öllum þáttum?? :)
***
Á sama tíma á morgun verð ég komin til Manchester (ef allt gengur vel). og á þriðjudag verð ég hoppandi um í M.E.N. Arena hlustandi á 9-5 og Joline og fleiri góða "kántrí" slagara ;)
***
Ég get nú ekki sagt að ég hlakki til ferðarinnar, enda er ég að komast af því meira og meira að ég er haldin svakalegri flug fælni! Já ég er hér heima núna klukkan að ganga 2300 og ég er svei mér þá að fá nett taugaáfall. þetta er eitthvað sem ég verð að leita mér aðstoðar með...annars verð ég föst á klakanum (íslandi) um aldur og ævi. Jahh nema fá gott frí og taka bát yfir hafið! Afhverju þarf þetta land að vera eyland??
***
Jæja ætla í slakandi bað og reyna að anda! Skrifa ferðasöguna eftir viku (vonandi)
Slakið á og munið að elska hvort annað :)
HH

4 Comments:

At 3:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku dúllan mín, þetta verður æðisleg ferð. Ég vildi óska að ég væri að fara með ykkur, ég hlusta lang mest á kántrí rásina í útvarpinu þessa mánuðina.
Taktu bara með þér i-pod með uppáhaldslögunum þínum og lokaðu augunum og gleimdu stund og stað þar til þú ert allt í einu komin áfangastað. Ímyndaðu þér bara að þú sitjir í rútu eða lest eða eitthvað. Ég veit að þú finnur einhverja góða leið til að yfirbuga þessa flughræðslu (haha.. manstu eftir henni??)
Góða ferð og góða skemmtun.
Knús og koss, Kristrún

 
At 10:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá Kristrún...allan tímann sem ég var að skrifa þennan "pistil" var ég einmitt að hugsa um randafluguna hana flughræðslu :) Ég man sko eftir henni ;)
Knús
Halldóra

 
At 5:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haha... en findið!!!
Við erum svo miklir sálufélagar ;)
Knús, Kristrún

 
At 6:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð krútta mín....þetta verður ekkert mál og Ólafur verður í góðum höndum ;) Skemmtu þér rosa vel...
Knús, Kristín.

 

Skrifa ummæli

<< Home