fimmtudagur, mars 08, 2007

Bull og vitleysa.

Góðan daginn.
10 dagar í Dolly og svona ef ég hef gleymt að skrifa það þá er gellan ekki að þessu sinni í Texas heldur er hún að taka góðan Evrópu túr og ber ég hana augum í Manchester, England, England. Svo mun að auðvitað fara til LIVERPOOL og í þetta sinn mun Bítlasafnið ekki vera lokað, ónei nú verður sko farið í alvöru pílagrímaferð!!
***
Það er allt við það sama hjá okkur í Kópó, gerist ekkert nýtt eða spennandi! Vinna, borða, taka til, sofa, sjónvarp, sofa. Spennandi ekki satt???
***
Það er föstudagur á morgun og er ég ákveðin í því að þessa helgina mun ég ekki hanga heima og láta mér leiðast, ég er svo sem ekki með neitt plan, en ég hlýt að finna eitthvað sniðugt. Fara í Eden eða eitthvað!! Er það kannski alveg úti??
***
Minni ykkur svo öll á að lesa moggnn á föstudag...eða kannksi ekki beint moggan heldur brúðarblaðið sem fylgir mogganum. Mynd af okkur skötuhjúum. Við vorum svo svakalega sæt að ljósmyndarinn vildi setja okkur í blaðið ;)
***
Jæja matur og þá er best að hlaupa upp á kaffistofu til að ná besta staðnum í græna fallega sófanum.
HH

3 Comments:

At 8:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nohh það er ekkert annað...maður verður að sjá moggan á morgun ;)

Kv Nagla Kristín

 
At 3:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá..en gaman að það verði mynd af ykkur í mogganum, ég verð að láta mömmu koma með blaðið til mín (hún er að koma til mín 20.mars, Gréta María g börnin líka)
En spennó hjá þér að fara líka á Bítla safnið, hlakka ekkert smá til að sjá myndir úr ferðinni. Þú verður að ná góðri mynd af Dolly.
Knús, Kristrún

 
At 9:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtu þér voða vel úti! mundu svo líka að "anda", virkar voða vel svona að gleyma því ekki þegar óttinn er að ná manni :c)

kveðja úr sveitinni, Eva Hlín

 

Skrifa ummæli

<< Home