þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Stúlkur og stælgæjar

Jæja nú finnst mér komin tími á smá skrif, svona svo enginn gleymi manni.
Reyndi að skrifa í gær en eins og þið sjáið þá bara kom ekkert. Þannig að ég reyni aftur núna.
***
Uppskriftir koma síðar, er í vinnunni og hef ekkert þar sem ég get kokkað og því fáið þið bara uppskriftir seinna. Vona þó svo sannarlega að þið farið ekki að svelta.
Kristrún, ég er mjög forvitin hvernig var rétturinn? Einhverjir fleiri sem hafa prófað?
***
Ég held ég sé ein eftir hérna í skólanum þar sem allir að ég held fóru í þögla mótmælastöðu niðri í bæ. Jájá þanngað steymdu allir kennarar í Reykjavík eða eru að streyma og mótmæla bágum kjörum og fleiru sem við förum á mis við. Ég ætla að nýta tímann í að sleppa við raðir í Bónus á meðan allt gengið er niðri í bæ. Núna er bara gamla fólkið og atvinnulausa þar þannig að það er um að gera að skella sér.
***
Talandi um Bónus og því sem því fylgir. Þá mætti Jón Ásgeir í réttarsal með Bónuspoka og spúsa hans með Hagkaupspoka (Jújú Baugur group á þetta allt). Meðan allt hitt gengið mætti með svartar skjalatöskur og brúna pappakassa með öllum málsgögnum. Mér fannst þetta frekar fyndið :)
***
Jæja ætla að hraða mér í Bónus meðan á mótmælastöðunni stendur.
HH

mánudagur, febrúar 12, 2007