fimmtudagur, febrúar 06, 2003


Hún hefur djöfulinn í hjartanu syngja Bítlarnir á fullu blasti, en eitt er víst að ekki eru þeir að syngja um mig enda eintóm gleði í mínu litla hjarta.

Fórum í gær að skoða fæðingardeildina, þetta leit allt saman mjög vel út, bara svona svipað og maður hafði ímyndað sér, þó voru þarna svaka baðkör í sumum herbergjum, bara svona til að slaka á og hafa það næs. Þetta verður fínt maður...

Skólinn gekk snuðrulaust fyrir sig í dag ekkert sem stendur s.s. uppúr nema heimferðin sem er alltlaf best. Skutlaði Ásgeiri í vinnuna klukkan fimm og fór svo með bílinn á bílasölu, þannig að við erum bíllaus næstu daga...ég bara vona að þeir nái að selja bílinn, svo við getum keypt okkur annan ódýran og góðan bíl. Mamma kom svo að sækja mig á bílsöluna og fórum við og fengum okkur að borða og pabbi með okkur. Fórum á Heitt og Kalt á Grensásvegi. Ég hef aldrei farið þanngað áður og setið í salnum en ég mæli eindregið með þessum stað.

Kvefið er ekkert að skána og þrátt fyrir C-vítamín og fjallagrasamixtúru held ég áfram að kafna. Þetta er nú ekki orðið fyndið, ég þetta hraustmenni sem verð aldrei kvefuð.

Stundum er ekkert að gerast hjá manni, það eru engin málefni sem ég er eitthvað voðalega upptekin af og vil koma hér á framfæri þannig að þetta er alltsaman voðalega fátæklegt eitthvað. Vonandi verður þó bót á því, það verður þá eitthvað að fara að gerast í þessu þjóðfélagi.

Jæja juróvision fer að byrja, ég ætla að koma mér í startholurnar og fylgjast með þessu. Hef aldrei séð þetta.

Passið ykkur á myrkrinu.....

miðvikudagur, febrúar 05, 2003


Djö.... enn einu sinni er ég búin að skrifa svaka texta og þá bara BÚMMMMM allt horfið á svipstundu.

Endanlegum lagfæringum er lokið í bili og enn og aftur vil ég þakka Kalla fyrir að fórna sínum dýrmæta tíma í þetta blessaða blogg mitt.

Núna er ég á leið uppá fæðingardeild að skoða aðstæður þannig að ég má ekki vera að því að skrifa mikið meira, geri það þegar ég kem heim í kvöld.....

Halldóra kveður úr rokinu.

þriðjudagur, febrúar 04, 2003


Áður en öll önnur skrif hefjast verð ég að þakka honum Kalla fyrir hjálpina með hönnunina á nýja útlitinu. Þúsund þakkir.

Hvernig lýst ykkur svo á? Það er komin könnun í gang þannig að endilega kjósið og látið vita.

Klukkan er langt gengin í nýjan dag og ég er örmagna....þarf að vakna eldsnemma til að fara upp á Kjalarnes í skólaheimsókn (enn eina) þannig að þetta verður stutt í þetta skiptið. En með nýju lúkki verða betri uppfærslur, því skal ég lofa en ekki ljúga.

Megi ferð ykkar um draumalönd verða ævintýri líkust.
Góða nótt.

mánudagur, febrúar 03, 2003


Þriðji dagur febrúarmánaðar er langt kominn og ég hef ekkert bloggað síðan í janúar. Þetta er nú alls ekki nógu góð frammistaða hjá mér.
En batnandi mönnum er best að lifa sagði einhver vitringurinn og gott ef ég tels ekki svo (batnandi maður sko, ekki vitringur)!!!

Um helgina, nánar tiltekið á föstudagskvöldi fór ég og Ásgeir í mat til Kalla og Ögmundar. Það var boðið uppá Lasagna að hætti Kalla, sem var rosa gott og svo risotto sem Ögmundur matreiddi snilldarlega. Þarna var nú fleira fólk en við. Steinunn sem vinnur með Kalla og hennar maður voru á staðnum. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Svo var tekið eitt trivial eftir mat. Ég og Ögmundur vorum saman í liði, rétt vorum í sætinu á eftir því fyrsta, (munaði sko ekki miklu að við ynnum). En það geta ekki allir unnið það er eitt sem víst er.

Á laugardeginum var bara verið heima í rólegheitunum. Lilja mætti á staðinn með hluta af sínum púkum og buðum við henni uppá pizzu sem Ásgeir töfraði fram. Ég tók líka nokkur rommý við hana og malaði hana svoleiðis.

Í dag er svo mánudagur og skóladagurinn búinn sem betur fer, ég held að ég sé líka nokkurn vegin búin á því....
Á morgun fer ég svo til Kalla og við ætlum að flikka uppá bloggið mitt. Þannig að nú styttist í eitthvað spennandi hér :)

Sjáumst í sólinni
HH