föstudagur, maí 26, 2006

Cause I´m the taxman

Góðan dag kæru lesendur nær og fjær.
***
Ef þið eruð að spá í því hvers vegna ekkert hefur verið bloggað í tvo daga þá er ástæðan sú að ég vann áskorunina og ákvað að taka mér smá pásu frá skrifum. Jámm Kalli hreinlega gafst upp á að blogga og þar með sigraði ég. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en þau verða ekki tíunduð hér.
***
Eitt sem ég vil einnig koma á framfæri það eru fyrirsagnirnar mínar. Þetta eru allt brot úr lögum sem ég fæ í kollinn svona annað slagið. Sumir heyra skrítnar raddir alltaf en ég heyri lög!! Vildi að það væri hægt að spila lagið leið og bloggið væri lesið, það væri dáldið sniðugt því þetta er nú flest allt mjög góð lög.
***
Kosningar á morgun. Eru ekki allir orðnir spenntir?? Allir búnir að lesa stefnuskrá flokkana eða fylgið þið alltaf sama flokknum þó stefnan sé ekkert spes? Ég mæli með að þið farið yfir stefnu hvers flokks fyrir sig og athugið hvar ykkar sjónarmið passa inní.
***
Flugvallarmálið er án efa eitt af stóru kosningarmálunum í ár. Það sem mér finnst skítnast í því er að fólkið á landsbyggðinni hefur ekkert um þetta mál að segja, auðvitað á þetta að vera kosningarmál í hverju sveitarfélagi. Látum ekki plebbana í 101 ráða þessu, þau fara ekki einu sinni svo langt sem Breiðholt. Byggja háhýsi á þessu svæði KOMMON það er nóg landsvæði hér allt í kring.
***
Annað sem flokkarnir eru að berjast um eru leikskólamálin. Sumir vilja leggja af leikskólagjöld 1,2, og 3. aðrir vilja gera það í áföngum og enn aðrir sem vilja bara lækka gjöldin en hafa þau. Persónulega fyrir mig finnst mér allt í lagi að borga leikskólagjöld, í raun mundi ég vilja borga þessi gjöld og borga frekar leikskólakennurum hærri laun og fá hæft og lært starfsfólk í hvern leikskóla. Hagfræðingurinn Milton Friedman sagði eitt sinn "að það er ekkert til sem heitir fríir hádegisverður" (vá það hefur borgað sig að fara 3 í bókfærslu) og það er nokkuð til í því. Ef það er hægt að hafa gjaldfrjálsa leikskóla þá eru greinalega til peningar til að borga fólkinu hærri laun líka.
***
Annað sem flokkarnir reyna að selja okkur nú fyrir kosningar eru skattalækkanir. Þeir kannski standa við þetta og lækka einhverja skatta en hækka þá bara frekar önnur gjöld þannig að við græðum ekkert, þetta er eitt af þeim loforðum sem ég hlusta aldrei á. Jahhh nema Vinstri grænir þeir lofa engum skattalækkunum..vona bara að þeir hækki þá nú ekki heldur.
***
Jæja það er allof mikið hjá mér að gera í vinnunni á að vera að pakka þannig að ég er farin.
***
Munið að setja X á þann stað sem sannfæring YKKAR segir. Látið engan rugla ykkur.
***
Kosningakveðja
Halldóra
12 dagar í Manchester

þriðjudagur, maí 23, 2006

Money money money.

dagur 9
Mikið lifandi skelfingar leiðindar veður getur þetta verið. Er virkilega komið sumar eða er ég eitthvað vilt á dagatalinu?? Einhver sem getur hjálpað mér??
***
Fór með vinnunni í morgun uppí sveit í skógarhögg og aðra skógarvinnu. Ég mætti í snjógallanum mínum og ekki veitti af, það var bókstaflega stórhríð úti. Svo var VORhátíð á leikskólanum í dag hjá Ólafi, brrrr. Mér er enn kalt eftir þennan dag var úti frá 8 til 6.
***
Fyrir framan mig er kveikt á sjónvarpinu og þar er Innlit/útlit. Ung stúlka nýbúin að kaupa glæsilega íbúð. Öllu hent húsið gert fokhelt, veggir teknir niður og bara name it. Hún er búin að vera að þylja upp hinn og þennan arkitekt sem gerði hitt og þetta. Getur einhver sagt mér við hvað þetta fólk vinnur? Ekki fær maður pening fyrir að vera í uppeldisgeiranum eða umönnunarmálum.
***
Vááá ég veit ekki hvað ég er búin að skrifa ofanritaðann texta oft. Var að því komin að henda hel... tölvunni á gólfið. Alltaf kom svart yfir og textinn tatata horfinn *argggggggg*
***
Ætla í heitt bað.
Hafið það gott
Halldóra

mánudagur, maí 22, 2006

I´m so proud i am the only one.

dagur 8
Hahahahah hélduð þið að ég væri búin að tapa þessari áskorun?? Onei ég hef klukkutíma til að skrifa...Og hefjast þá skrifin.
***
Ástæða þess að ég er að blogga svona seint er að ég skrapp með Kalla á kaffihús. Hann reyndi hvað hann gat að fá mig til að rúnta aðeins meira en neineinei "heim vil eg að blogga" sagði ég.
Við fórum á ágætis kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Fékk mér kaffi latte og kjúklinga súper nachos. Það fyndna var nú samt að enginn kjúklingur reyndist vera í nachosinu, bara laukur og meiri laukur.
***
Sumarið virðist ekkert ætla að láta sjá sig þetta sumarið!!! Frekar fúlt. Ég ætla aftur niður í geymslu og sækja kraftgallann minn.
***
Jæja þarf að vakna snemma í fyrramálið og því er best að fara að halla (haddla)sér.
***
Góða nótt.
Halldóra kjúklingur.

sunnudagur, maí 21, 2006

Everybody seems to think i´m lazy...

dagur 7
...I don´t mind, I think they´re crazy.
Sunnudagur til sælu. Það er í dag.
***
Úfff á svona dögum er erfitt að vera í bloggáskorun. Lítið að frétta, ekkert sem liggur á hjarta. Helsta sem ég girnist núna er appelsín í gleri og lindubuff.
***
Finnland vann júróvisjón í gær. Til hamingju Finnland, þetta er í fyrsta skipti sem Finnland vinnur, hefur ekki einu sinni komist í topp fimm áður.
***
Vinna á morgun. Held það séu bara 9 vinnudagar eftir, eða þ.e.a.s. dagar sem börnin eru í skólanum ;)
***
Nenni ekki meir í kvöld.
Njótið kvöldsins.
Halldóra letidýr

19 dagar í Manchester