föstudagur, ágúst 20, 2004

Hver vill skítinn hver vill reykinn hver vill sjóinn ill´útleikinn??

Enn og aftur er komin helgi.
Hvað á þetta eiginlega að þýða...mér liggur nú ekki svo mikið á að eldast.

Vikan gekk svona að mestu stórslysalaus...þrátt fyrir smá "drullskot" úr öllum áttum...huhumm
já afsakiðið orðbragðið en svona var það bara. Svo lagðist hinn helmingurinn eins og oft er sagt (ekki betri helmingurinn því allir vita að það er ég ;) )

Á morgun er svo menningarnótt það er víst svakalega mikið um að vera í bænum langt frameftir nóttu...reyndar er dagskráin bara til miðnættis svo taka við börnin að drekka og djamma á torginu...hanga fyrir utan 10/11...alltaf jafn sorglegt.

Það er nú voðalítið að gerast hjá manni eitthvað núna, þannig að ég ætla ekki að vera að bulla einhverja steypu hér. Ég á eftir að strauja svaka bunka, vaska upp og taka út úr þvottavélinni...ohhhh ég er ekki að nenna þessu, er að spá í að ná í góðu bókina mína og kúra mér uppí sofa.
Kveð ykkur frekar.
6.dagar í Köbern ferð!
HH

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Give me a ticket for an airoplane...

Skrifaði pistil hér í fyrradag sem ekki "seifaðist", kannski sem betur fer!! Reyndar kemur hann núna örugglega en það skiptir engu!

Nú er tíminn allt annar...leiðinlegi kaflinn er búinn og annar miklu skemmtilegri tekin við :)
Já ég er búin að hafa það mjög gott og njóta lífsins í botn. Er bara að dúlla mér heima meðan Ásgeir er í prófum. Búin að vera að reyna að taka til hér...mikið lifandi skelfingar getur verið mikið drasl hjá manni endalaust sama hvað ég reyni að vera dugleg.

Það er nú mest lítið að frétta af mér þessa dagana...bara vinna og sinna heimilinu, þetta típíska bara.
9 dagar í útferð!! Þ.e.a.s. í Köben ferð. Ég er farin að hlakka til en er frekar kvíðin...Flughræðlan er að drepa mig en það má redda því kannski með Garðarbúðu. Ég ætla allavega að prófa það.

Nánar um þetta allt síðar.
HH

sunnudagur, ágúst 15, 2004

I never promissed you a rosegarden...

Ágúst er hálfnaður og ég er búin...
...já hreinlega búin á því. Ef ég ætti að líkja lífi mínu við bók, þá er ég á leiðinlega kaflanum sem er svo torlesinn að ég hætti að nenna að lesa. Auðvitað hættir maður samt ekki ef bókin er virkilega búin að vera góð. Blablabla meira bullið í manni. Sumir dagar eru bara erfiðari en aðrir.

Búin að vera í frábæru fríi í Skötufirði :) Veðrir var eins og það gerist best, sól, heiðskýrt og 30°C Tíndi slatta af berjum, þó er ég meira bara svona fyrir að tína uppí mig. Nú svo er ég líka búin að fara hér í dalinn og tína rifsber. Þannig að hér á heimilinu er nú til aðalbláberjasulta og rifsberjasulta...namminammmm....

Andleysið er að drepa mig, þannig að ég er bara að spá í að skríða undir sæng og vakna fersk á mánudagsmorgun s.s. á morgun!!
HH