laugardagur, janúar 06, 2007

Stórir komu skarar af álfum var þar nóg...

Jæja, það má ekki gleyma því að blogga í dag!
***
Fórum á brennu í dag sem var reyndar ekki brenna heldur bara blysför og svo flugeldasýning. Ég salkna þess svolítið að hafa ekki svona alvöru brennur þar sem kongur og drottning eru borin inn í hásætum og álfar dansa kringum eld og þar fyrir utan skottast skrattar, jólasveinar og aðrar furðuverur. Já þannig var það í minni sveit og fannst mér það alltaf hin besta skemmtun.
***
Það er laugardagskvöld og hvað haldið þið að sé í sjónvarpinu??? Jebb endursýning á ÖMURLEGASTA áramótaksaupi ever. Hef ekkert tjáð mig um þetta Skaup enda þarf ég þess ekki...mér fannst það svo drepleiðinlegt að ég var að sofna yfir því...hef aldrei litið jafn oft á klukkuna yfir einum sjónvarpsþætti og í minningunni hefur Skaupið aldrei verið svona langt!!
***
Búin að henda öllu jólaskrautinu niður og jólatréið fékk að fjúka niður af svölunum áðan. Æjjj ég ætlaði með það út á horn en það er bara ennþá á pallinum hjá gaurnum sem býr í kjallaranum. Jæja hann var nú örugglega ekki með neitt jólatré þannig að það er nú í lagi að hann horfi á eitt stk útum gluggan eina kvöldstund.
***
Jæja, það er von á gestum. Kalli og Ögmundur eru á leiðinni og erum við búin að panta mekong og svo verður spilað trivial langt fram eftir nóttu...jeiii ég SKAL og ÆTLA að vinna híhíhíhí :)
***
Knús á línuna
HH

föstudagur, janúar 05, 2007

Gott er að borða gulrótina....

Föstudagur 5.janúar. Það virðist vera endalaust margir dagar enn eftir af þessari bloggáskorun. Ég er ekkert að gefast upp ég bara er að drepa ykkur úr leiðindum með bulli.
***
Vil auðvitað minna ykkur á nýja könnun, aðeins tveir búnir að svara og könnunin hefur staðið í jahh tvo daga. Veit að spurningarnar eru ekkert spes en alltaf gaman að rannsaka svona.
***
Las Moggann í morgun áður en ég fór í vinnuna. Sveimérþábara ef hann kom mér ekki í gott skap! Helling af fréttum sem ég hreinlega flissaði yfir. Svei mér þá ef það hafa bara ekki verið 3 fréttir á forsíðunni og hef ég aldrei verið jafn lengi að lesa hana. Ein var um kött sem fékk kreditkort. Djööö ég hefði átt að gefa Ásgeiri kisu í jólagjöf þá hefðum við getað reynt að að fá kort fyrir köttinn og eytt í hans nafni! Hin fréttin var um að mjólkurpósturinn væri sko ekki deyjandi stétt og fá núna 1,6 milljónir manna í bretlandi mjólkina heim að tröppum. Alltaf dáldið kósý að husa sér þetta en veit nú ekki hér hvernig svona myndi virka hér á landi.
Önnur frétt í Mogganum íslensk frétt. Björgunarsveitir leituðu um allt í alla nótt að manni sem fór út að viðra hundana sína og skilaði sér ekki heim! Huhummm greyið maðurinn fannst svo í heimahúsi og amaði ekkert að honum. Ekki gaman að komast að því svona að verið væri að halda fram hjá sér. Konan heima með brjálaðar áhyggjur og kall greyið bara að hafa það "kósý".
***
Nóg úr Mogganum...Í gær var ég ein heima með soninn og eldaði því dýrindismálít fyrir okkur. Pakistanskan grænmetispottrétt og bar fram með því hýðishrísgrjón, salat og gott brauð. Namminamm hvað þetta var gott og hvað ég var stolt af mér að gera svona góðan grænmetisrétt. Kemur svo ekki kalluglan heim, fyrr en áætlað var, fussar og sveiar yfir þessu, fær sér á diskinn, grettir sig og skilur þetta eftir!! Jahérna hér ég sem var búin að troða mig út af þessu losæti en neinei sumt sýnist hverjum.
***
Jæja nóg í dag, ætla að henda í eina vél áður en ég sæki soninn á leikskólann og fer út í góðan göngutúr með hann. Já það var eitt af mínum heitum að hreyfa mig meira á árinu og vera dugleg að labba um hverfið og svona.
***
GrænmetisfífliðHalldórasegirbless.

fimmtudagur, janúar 04, 2007

lot of shaking going on

qmccuGóðan dag.
***
Ég hef ákveðið að blogga áður en ég fer heim úr vinnunni, því á kvöldin er hausinn svo tómur að það nær engri átt. Núna er ég þó aðeins meira vakandi enda búin að vera að kenna í allan dag.
***
Ég finn strax eftir annann daginn minn í vinnunni hvernig loftið í stofunni hefur slæm áhrif á mig. Ég er farin að hósta og fá þetta fína ryk í augu, nef og munn. Trúið mér að MDF "viður" er mjög óhollur og í raun skaðlegur heilsu ef ekki er réttur blástur frá vélum. Það er nú þannig hjá mér að það er ENGINN blástur frá vélum og því fer þetta beina í lungun á mér. Vinnueftirlitið er marg búið að koma og segja að þetta sé það sem þurfi að gera tafarlaust... Ég er farin að leggja nýjan skilning í orð eins og strax, tafarlaust og bráðum. Búin að heyra þau síðan ég byrjaði hér og ekkert að gerast!
***
Hvað meira get ég bullað? Ahhh er að gleyma einu sem ég þarf að gera fyrir morgun daginn...vinnutengt og því verð ég að þjóta.
Shittt ætli þetta nái 150 orðum?? vona það !
***
Ég bið ykkur vel að lifa, heyrumst á morgun og þá skal ég sko hafa eitthvað meira að segja og jafnvel eitthvað krassandi.
HH

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Ég er eins og ég er.

Þetta blogg verður álíka skemmtilegt og það í gær! Það er ekkert að frétta, ég hef ekkert að gera og ég er bara haugalöt. Það er ekkert málefni sem brennur á mér, já í einu orði sagt tóm í hausnum! (þetta var reyndar aðeins meira en eitt orð)
***
Ég byrjaði í vinnunni í dag. Killer dagur. Stíf fundarhöld og fyrirlestrar sem skila mis mikið eftir sig í hausnum. Það er nú svo margt við svona starf sem er ekki í mínum anda, ég ætla ekki útí það nánar, var bara að segja ykkur það :)
***
Nú styttist í annann enda jólanna og ég vil fara að henda þessu jólatréi út áður en það leggst niður hér í steindautt á stofugólfið. Jíii já ég sé það núna þegar ég lít á það...það fer út á morgun.
***
Það er fimmtudagur á morgun vinna árla morguns og já með nemendum. Huhummm, það verður gaman, þessi grey eru svo yndæl og hugmyndarík, annað en ég! Ég er uppiskroppa með hugmyndir til að láta þau gera, allavega þessi elstu. Þannig að ef þið eruð með skemmtilegar hugmyndir, tell me :)
***
Jæja...er rokin í bað, aðeins að reyna að mýkja vöðvabólguna.
CIAO
HH

þriðjudagur, janúar 02, 2007

I´m only sleeping

Það er víst komið að því að blogga í dag. Úfff ég var næstum sofnuð uppí rúmi áðan meðan ég las Barbapabba fyrir soninn. Því er ég núna algerlega andlaus.
***
Á morgun er sælunni lokið og hefst vinna að nýju. Ég er ekkert að nenna því enda búin að hafa það rosalega gott í jólafríinu. En það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.
***
Jahérna ef þetta verður ekki blogg bara til að blogga þá hreinlega veit ég ekki hvað. Maður reynir að kreista orðin uppúr sér og á skjáinn.
***
Já meðan ég man, þá hefur Lilja systir mín tekið upp á því að nýju að byrja að blogga og má finna bloggið hennar hér. Þar sem ég var ekki með myndavél á gamlárskvöld er hægt að kíkja á myndir á síðunni hennar Lilju og er myndasíðan hér.
***
Jæja ég held að ég fari bara aftur að sofa...er ekkert gagn að gera hér fyrir framan tölvuna.
Góða nótt.

mánudagur, janúar 01, 2007

Nú árið er liðið í aldanna skaut...

Gleðilegt ár allir saman. Vona að árið 2006 hafi leikið vel við ykkur. Það gerði það við mig og ætla ég að reyna að telja upp það merkilegasta og eftirminnilegasta sem gerðist hjá mér. Það er ekki í neinni ákveðinni tímaröð því minni minn er ekki gott!!
***
Það sem auðvitað ber hæst er brúðkaup aldarinnar, þegar ég, undirrituð gekk að eiga unnusta minn. Húllumhæið var mikið og skemmtu allir að ég held sér konunglega, a.m.k gerð ég það ;) Við það tilefni kom fjölskylda mín frá Sardegnu og eyddi með okkur 10 frábærum dögum. Eilífðar þakkir til þeirra fyrir það.
***
Já árið einkenndist af miklum veislum og í júní varð hann faðir minn 60 ára og var auðvitað mikil veisla haldin. Svo varð mágur minn fertugur og var haldið í sveitasæluna og þar var sleginn upp ekta sveitaveisla og mikil gleði. Afmælin urði fleiri á árinu og varð Kalli líka árinu eldri en hann var. Það var haldin mikil "surprise" veisla og skemmti fólk sér konunglega. Svo var djammað nokkrum sinnum svona eins og í gamla daga bara með því að fara í bæinn og skemmta sér.
***
Ein utanlandsferð var farin í sumar og var hún bráðskemmtileg enda með skemmtilegu fólk, þ.e. systur mínar og móðir. Já við skelltum okkur til Manchester og þræddum búðir, kaffihús og fleiri búðir. Ekki urðu utanlandsferðirnar fleiri á árinu 2006 en ég ætla nú heldur betur að toppa það á þessu ári og er þegar búin að bóka ferð til Manchester með ektamanni mínum og Kalla, hummm er þetta brúðkeupsferðin Ásgeir??? ;)
Svo er stefnan sett á Sardegnu í maí og hver veit hvað fleira býðst.
***
Ég byrjaði síðasta ár í nýrri vinnu og hyggst klára hana út vorið. Þá taka við spennandi tímar.
Hvað meira var gert? Fór helling á kaffihús með góðum vinum og verður ekkert slegið slöku við í þeim efnum vona ég.
***
Góð vinkona mín Kristrún, flutt af landi brott snemma árs og sakna ég hennar helling.
***
Þetta er svona það helsta sem ég man eftir í augnablikunu. Þið verðið að fyrirgefa ef ég er að gleyma einhverju stóru, en þá er það ekkert persónulegt ég er bara farinn að gleyma!
***
Jæja látum þetta gott heita í dag.
Hef fulla trú á því að þetta ár eigi eftir að verða enn viðburðaríkara og einkennast mikilli gleði.
Takk fyrir gott ár kæru vinir og vandamenn.

sunnudagur, desember 31, 2006

Dátt þá álfar syngja.

Stundum kemur andinn ekki yfir mann. Ég er ekki í neinu blogg stuði og hef ekkert að segja!
Hef ákveðið að byrta á morgun nýársdag uppgjör ársins 2006, ekki fjárhagslega heldur persónulega, þó hitt sé öruggælega meira krassandi.
***
Elsku besta Kristrún og auðvitað James líka. Innilega til hamingju með daginn :) Vá að það sé virkilega komið ár síðan þið giftuð ykkur. Finnst það hafa verið í gær en samt finnst mér eins og þú sért búin að vera roooosalega lengi úti. Vona að þið eigið ánægjulegan dag. Mjög gaman að heyra í þér í gær eins og alltaf. Spjöllum betur síðar ;)
***
Klukkan er 16:00 og það eru tveir tímar í svaka partý hjá systur minni Siggu. Þar verða samankomnir um 20 einstaklingar og von á mikilli flugeldasýningu og miklu áta :) Ásgeir er að hafa áhyggjur af því að ég sé ekkert farin að hafa mig til og ekki barnið heldur og bara sé að hanga í tölvunni. Hélt hann væri farinn að vita það eftir tæpa 6 ára sambúð að það tekur mig rétt um fimm mínútur að gera mig svo sæta og fína og tvær mínútur að hoppa í sturtu :)
***
Jæja kæru lesendur. Vil ég óska ykkur öllum ánægju og gleði á þessum síðasta degi ársins. Hafið það gott í kvöld sem og öll önnur kvöld og daga.
***
Þangað til á morgun, góðar stundir.