þriðjudagur, mars 28, 2006

working 9-5

Góðan dag kæru lesendur nær og fjær.

Hef ekki skrifað hér í smá tíma og finnst það allt í lagi, ég veit að þið bíðið spennt á hverjum degi að lesa eitthvað nýtt frá mér. En það er ekkert gaman að þreyta lesendur með elífu röfli um ekki neitt (þó kemur enn ein færslan um ekki neitt).

Það hefur lítið á daga mína drifið, er á fullu að telja niður í páskafríið og ef mér skjátlast ekki eru nákvæmlega 10 dagar eftir eða 8 vinnudagar :) maður hlítur að lifa það af!!

Ég er alltaf að hugsa um hvað ég eigi að gera næsta vetur, hvort ég eigi að halda áfram að kenna eða finna mér einhverja "góða" vinnu. Rétt áðan sendi ég fyrirspurn í fyrirtæki eitt sem var að auglýsa eftir starfskrafti, var ekkert að sækja um heldur bara svona að fá upplýsingar. Spennandi að vita hvað kemur úr því.

Nú er klukkan að verða 3 og ég er enn hér í skólaum, er að deyja úr hungri (eins og alltaf), sé kökuna sem ég keypti í gær í hyllingum mmmm...talandi um kökur...ræktin er alveg dead hjá mér, hef ekki mætt í aldir og sé ekkert framðá breytingar þar. Kannski maður hætti að sprikkla í annaramanna svita og fari að hreyfa sig utandyra eins og í náttúruparadísinni sem ég hef í bakgarðinum. Það bara vantar hitann, brrr enn og aftur allt hvítt í morgun.

Jæja ég nenni þessu ekki lengur, ætla að drífa mig heim og fá mér te og köku.Þessi tölvudrusla er alltof lengi , ég er búin að skrifa heilu pistlana og það eina sem komið er fyrsta línan!! Ég og seinvirkar tölvur og seinvirkt net eigum EKKI skap saman. Blogga meira síðar.

bless
Halldóra