föstudagur, október 25, 2002

Sko sjáið bara... Ég vissi alltaf að ég væri gáfnastrumpur, hélt reyndar að ég væri æðststrumpur en neinei...jæja það er ekkert verra að vera gáfuð!!!


Find your inner Smurf!

Jahérna hér...
Það er komin helgi enn einu sinni, þetta er allveg ótrúlega fljótt að líða. Það er s.s. ágætt en það versta við þetta er að það er líka alltaf mánudagur.

Á morgun er ég að fara í afmæli til hennar Evu Hlínar vinkonu minnar, það er nú dáldið síðan ég hitti hana. Svona gerist þetta þegar fólk er farið að búa, er í vinnu eða skóla, en vinskapurinn helst þó alltaf sé hann sannur.

Talandi um vinskap og annað í þeim dúr, er ekki heims vinskapurinn allveg farinn út um þúfu, hvað er málið í Moskvu? OK, þeir eru að berjast fyrir einhverjum málstað sem þeir telja réttann (ég hef ekki allveg kynnt mér þetta stríð í Tétjéníu, stríð eru s.s. alltaf óréttlætanleg). En afhverju þarf alltaf að drepa einhverja saklausa? Pælið í því ef við ættum í stríði við dani og ég færi í leikhús að sjá Syngjandi í rigningunni eða eitthvað álíka og það kæmu bara gíslatökumenn í tugatali með sprengjur og læti í leikhúsið. Það væri nú dáldið "skerí".

Ég var í trésmíði í morgun og er byrjuð að gera rosaflottann ostabakka úr Mahony, hann verður vonandi allavega flottur, nú er maður bara að reyna að byrja á jólagjöfunum á fullu, bæði í trésmíði og silfursmíði, þannig að það fá allir silfur eða einhvern tréhlut frá mér þessi jólin!
Og talandi um jólin, það er komið jólaskraut í búðir. Er þetta nú ekki tú möts?? Ég er held ég ekkert farin að hugsa um jólin, allavega ekkert alvarlega enda NÓGUR tími.

jæja ég er farin að gera eitthvað, kannski taka til...ekki veitir af :)

þriðjudagur, október 22, 2002

Sælt verið fólkið!

Úfff hvað er búið að vera mikið að gera að undanförnu. Þetta gerist alltaf allt í einu, öll verkefni, skyndipróf og annað. Það er allveg óþolandi.

Það er þess vegna ekkert að frétta, nema þið viljið fá að vita meira um þessi verkefni, fræðast aðeins um Rossini og óperuna hans rakarann frá Sevilla, nú eða kennsluverkefnið sem ég er að gera hvernig ég geti kennt krökkum góðan og skýran framburð. Ekki veitir s.s. af að kenna þessu liði dáldið um það!! Nú svo er það siðfræði verkefnið um siðavandamál í skólum!! Svona gæti ég haldið endalaust áfram........ En af virðingu við ykkur þá læt ég það ógert :)

Ég ætla s.s. núna að hraða mér að læra, vildi bara láta ykkur vita að ég er lifandi þó annað virðist vera!

Lærdómshesturinn ógurlegi Kveður.