föstudagur, janúar 24, 2003

Júhúúúú...föstudagur :)

Klukkan er að ganga fjögur og ég er enn í skólanum. Það er íslenska núna en ég var í silfursmíði og það var bara svo gaman að ég gleymdi mér ásmat öllum hinum, þannig að fáir verða örugglega á þessum fyrirlestri. Það er nú s.s. í lagi ekkert merkó sem verið er að blaðra um!

Í dag er bóndadagur sem merkir að þorrinn sé að ganga í garð. Eru ekki allir búnir að gera eitthvað fallegt fyrir kallinn í dag? Ég er bara fátæk skólastelpa þannig að kannski að ég drífi mig bara heim og baki eins og eina skúffuköku, ég veit að hún svíkur ekki bóndan kakan sú.

Í gærkveldi horfði ég á lokasprettinn af íslensku tónlistarverðlaununum. Ég verð nú pínku að viðurkenna að ég þekkti ekki helminginn af þessu liði og hvað þá fullt af því sem vann. Ég var nú ekki alltaf sátt, en kannski að minn tónlistasmekkur sé bara skrítinn. Kynnarnir voru þó að mínu skapi. Gott hjá þeim, þau stóðu sig með príði.

Í gær horfði ég nú líka á strákana okkar í handbolta. Djö... var þetta nú flott hjá þeim, ég var samt alveg að deyja úr spenningi, æsist stundum svoldið þegar ég er að horfa á handbolta. Ég hélt bara að ég myndi missa vatnið eða eitthvað ég get svo svarið það!!!!

Jæja ég ætla að fara að drífa mig heim. Það er þorramatur í kvöld og best að fara að kaupa hákarl og harðfisk.

Góða helgi allir saman.
Halldóra H

þriðjudagur, janúar 21, 2003


Finnst ykkur lífið ekki dásamlegt?
Mér finnst það og mér finnst þetta þráðlausa net allgjör snilld :) Núna er ég t.d. í skólanum í SVO LEIÐINLEGUM fyrirlestri. Kallin talar allveg svona (lesið mjög flatt með engum hljóðbrigðum). Hvernig getur íslensku kennari talað svona? Ég hélt þeir vissu betur, en neinei það er greinilega ekki svo. Nú er verið að tala um myndun málhljóða, dúdda mía það sem er laggt á mann.

Annars er ekkert að frétta og ekkert að gerst. Amma og afi eru komin úr Víkinni. Þau eru að fara á Kanarí á laugardaginn. Ég væri nú allveg til í að skreppa þangað í svona viku eða tvær. Tók einn Kana með þeim í gær, ég og Ásgeir. Keppnin var aðallega milli afa og Geira (eins og afi kallar hann). Amma greyið skít tapaði og ég var nú ekkert að standa mig heldur. En það er svo gaman að spila við þau og sérstaklega ef maður lendir með afa :)

Í dag munu kjallararotturnar fjárfesta í prentara, ekki vanþörf á þar sem við erum alltaf að prennta eitthvað skólatengt. Nú svo erum við einnig alltaf að leita af bíl. Það er s.s. nóg til að bílum en það virðast vera færri sem eru að leita sér af bílum. Þannig að ef ykkur vantar góðan og flottann bíl þá bara hafið samband.

Hólí mólí klukkan er bara rétt að verða hálf fjögur og það er enn rúmlega klukkutími eftir af þessum fyrirlestri. Stelpurnar eru sofnaðar við hliðina á mér og ég hef ekkert meira að segja.

Ég ætla aðeins að fara að fylgjast með hér (eða vafra aðeins á netinu).
Góða skemmtun
Halldóra H

mánudagur, janúar 20, 2003

Mánudagur til mæðu enn einu sinni.

Dagur byrjaði frekar snemma, vaknaði rétt fyrir 7 skutlaði Ásgeiri í vinnu og dröslaðist heim til að klára að klæða mig. Svo var bara drifið sig í skólaheimsókn upp á Kjalarnes.
Það var ágætt þar í morgun, en þvílíkur kuldi maður lifandi.....Brrrrrrrrrrrr......... Svo um hádegið þá var bara drifið sig í skólann enda átti ég að mæta í fyrirlestur klukkan 13:00. Boring fyrirlestur um fómel, nei bíddu hét það það???? Man það ekki en það var eitthvað í íslensku. Allveg ætlaði það að drepa mann. Svo var farið í bekkjartíma klukkan 15-17 og strax klukkan fimm var foreldrafræðslan.
Þar var verið að tala um fæðinguna sjálfa........ég held ég sé hætt við þetta hljómaði stundum frekar skerí en maður er fæddur í þetta hlutverk að fæða börn og þess háttar. Ég hlít að geta þetta víst allir í kringum mann eru sprell-lifandi og við hesta heilsu.!!! Svo var farið í slökun í lokinn og tásunudd, mmmmmmmm það var sko þægjó, eftir svona langan dag er nauðsynlegt að fá gott nudd, finnst ykkur það ekki???

Núna er klukkan hálf níu og fiskibollurnar eru farnar að síast í gegnum meltinguna og þreytan er verulega farin að koma fram í mínum stóru bláu, OK blá-gráu augum. Því er ég að spá í að hlamma mér niðri í kjallara, koma mér vel þar fyrir og heimta framhald af þessu nuddi :)

Bið að heilsa öllum að sinni og endilega verið nú dugleg að setja einhver komment hjá mér, það er svo gaman því þá sér maður að það er einhver sem les þetta. Annars er þetta bara ekkert spes ;(

Takið það rólega og njótið vikunnar sem rétt er að byrja.

Halldóra segir bless.