miðvikudagur, mars 15, 2006

við viljum franskar, sósogsalt!!

Góðan daginn kæru lesendur.

Í gær fékk ég notalegt símtal rétt fyrir kvöldmat:
"hæ ertu nokkuð byrjuð að elda"
Ég: "uuunei"
"ok erum að fara á pottinn og pönnuna með foreldrum þínum".

Veiii þarna slapp ég vel við að elda, enda var klukkan vel gegnin í sjö. Ég brunaði beint á p&p og pantaði mér kjúkkling, voða góður. Svo kom að því að panta fyrir barnið, hummm ok ég gat valið um 4 rétti (á meðan ég gat valið um marga rétti á 4 blaðsíðum).
1. djúpsteikt ýsa með kokteil og frönskum.
2. kjúkklingnaggar með kokteil og frönskum.
3. pizza
4. samloka með osti + koktelsósu og frönskum.

Er einhver annar sem hefur spáð í þessu? Þvílík óhollustu sem börnunum okkar er boðið...afhverju er ekki hægt að panta lambakjöt með kartöflu og gufusoðnu grænmeti svona eins og hinir fullorðnu geta pantað, nú eða bara kjúkkling? Afhverju þarf allt að vera djúpsteikt og grísí? Nei svarið er ekki "jááá en börnin vilja þetta" jahh ef þau vilja þetta þá er það uppeldið.

Svo er það annað fyrst ég er nú byrjuð að tala um börn og mat. Potturinn og pannan er frekar barnvænn staður og fær lof fyrir það, en hummm látum okkur sjá hverjir hinir staðirnir eru sem bjóða börn velkomin og nú hefst upptalning:
1. KFC
2.McDonalds
3.TGI Fridays (barnamatseðill er eins og á P&P)
4. Man ekki fleiri.

Maður er ekkert alltaf í stuðinu til að elda sjálfur (geri það þó laaaanoftast) og stundum vill maður gera sér glaðan dag með fjölskyldunni...ekki alltaf að koma barninu í pössun því foreldrarnir vilja fara að fá sér að borða!

Varð bara að tjá mig um þetta þar sem þetta stakk mig svo í gær.

Annað er það nú ekki í dag. Njótið vel og hugsið um hollustuna :)