föstudagur, desember 01, 2006

I'm looking through you

Já það er löngu kominn tími á að krakkagarmurinn skrifi eini færslu eða svo.
Var að koma heim af John Lennon og Sinfó. Verð eiginlega að bíða með að kommenta um tónleikana, þarf smá tíma til að melta þá. Get þó sagt að mikið ofsalega er Eivör Pálsdóttir góð söngkona. Hef heyrt nokkur Bítlalög sungin af konu og það er alveg hreint magnað. Hún var stjarnan. Einn söngvari þarna sem ég hreinlega höndla ekki og mikið....æjjjá kem seinna með gagnrýni um þetta allt. eins og áður sagði þá þarf ég tíma til að melta.
***
Ég er búin að baka tvær sortir :) Hálfmána og súkkulaðibitakökur, mmm, ekkert smá gott. Verið velkomin í kaffi. Ætla ekki að geyma kökurnar framað jólum þeirra á að njóta á aðventunni. Er að hugsa um að skreyta líka um helgina...jájájá gellan í stuði bara. Hummm sjáum allavega hvað gerist!
***
Hvað er málið með að fá bara 3 komment? Já nú vil ég að allir, þá meina ég ALLIR sem reka inn nefið skilji eftir sig smá skilboð, þó það sé ekki nema bara eitt skítt "hæ". Ég bið ekki um meira. Bara svona til að athuga hvort það séu bara 3 sem kíki hér eða hvort það sé kannski fleiri.
***
Kannski að ég verði búin að melta tónleikana seinnipartin á morgun og verð með svaka spennandi pistil næst þegar þið rekið inn nefið. jahhh það er að segja ef einhver er að kíkja.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

og varð að klessu ojbara...

Hef ekki bloggað lengi, hef ekkert að segja og hef ekkert gert. Ætla samt að reyna að kreista eitthvað útúr mér.
***
Vikan hefur verið hell. Ég veit ekki hvað það er en þetta var eitthvað hrykalega erfið vika. Ef ég hef einhverntíman verið nálægt því að grenja eftir vinnu þá var það á fimmtudag þegar %&$(//$ omarnir kreistu úr mér síðustu orkutropana. Í dag er sunnudagur og þó ég hafi sofið vel alla helgina er ég samt sem áður úrvinda. Það hlýtur að vera einhvernvegin svona tilfinning að láta valta yfir sig á valtara!
***
Í dag sunnudag eyddi ég öllum deginum í eldhúsinu. Bakaði ljómandi bananatertu og beið eftir að einhver myndi banka uppá og vilja kaffi. Það eru allir hættir að banka uppá...maður þarf að hringja í fólk og segja því að koma...ég gerði það ekki og át kökuna sjálf og Ólafur hjálpaði mér. Ásgeir var ekki heima og því fékk hann enga köku! Þegar ég var búin að baka og borða kökuna og vaska upp var komið að því að setja lærið í ofninn. Já það var sko ekta sunnudagasteik á þessum bæ. Læri og brún sósa úr soðinu. Mmmm...
***
Fór reyndar um hádegi með Ólaf oní bæ að gefa öndunum. Þær voru svangar og réðust hreinlega á okkur en það var gaman engu að síður.
***
Jæja...klukkan er tíu og ég svaf bara 12 tíma í nótt og er því orðin þreytt.
Góða nótt.