fimmtudagur, janúar 30, 2003

Jahérna....Ég fékk bara viðbrögð frá þrem manneskjum sem telst met hjá mér :)

Ég er búin að taka þá ákvörðun að kíkja til Kalla og hann er búinn að lofa að aðstoða mig :)
Ég fór nú til hans í kvöld, bara svona að kíkja á nýju íbúðina og sníkja kaffi. Hann er ekki enn orðinn nettengdur en það kemur og þá verð ég fyrst til að mæta á staðinn og fá leiðbeiningar um bloggið mitt. Þannig að þið verðið að vera þolinmóð og vera dugleg að fylgjast með breytingum. :)

Klukkan er núna að ganga eitt og ég er enn vakandi, það gerir sterka kaffið sem Kalli gaf mér í kvöld nú og svo súkkulaðið sem ég hakkaði í mig með því!!!

Ég hef eiginlega ekkert að segja eða skrifa um, er eitthvað voðalega dofin þessa dagana, ekkert að gerast og bara ekkert, þannig að ég held ég hætti bara núna í stað þess að rita einhverja bölvaða steypu!!

Góða nótt kæru lesendur
HH

þriðjudagur, janúar 28, 2003


VÁÁÁ.......þið eruð þvílíkt sammála mér hvað varðar síðustu skrif mín um breytingar á blogginu, EÐA ÞANNIG!!!
Stundum finnst mér eins og ég sé að tala við sjálfa mig þegar ég er að blogga, ætli einhver lesi þetta?

Í dag var í skólaheimsókninni, það var alveg skít sæmilegt, núna er ég hins vegar á íslensku fyrirlestri sem er ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Þó er núna annar kennari. Hvers vegna eru þessir kennarar svona þurrir í fyrirlestrum? Geta þeir ekki aðeins notað þessa rödd sem þeim var gefin og gert þetta aðeins áhugavert. Það þarf oft ekki nema smá blægbrigði og rödd og þá er þetta allt annað, en neinei reynum að hafa þetta eins þurrt og hægt er.

Á morgun er miðvikudagur sem þýðir að það sé frí hjá mér í skólanum :) Jibbííí alltaf gaman í fríi. Það er sko stundum lúxus að vera í skóla þ.e.a.s. ef maður lítur ekki á peningahliðina, en hún virðist fara í vitlausa átt...

Jæja ég ætla að einbeita mér af íslenskunni
Farið nú að koma með einhver komment bara til að láta mig vita að einhver les þetta.
Njótið vel
HH

mánudagur, janúar 27, 2003


Ég er komin með leið á þessu bloggi. Ekki kannski blogginu sjálfu en þessu útliti. Eru þið ekki sammála mér í því? Það mætti aðeins fara að flikka uppá þetta, gera þetta jafnvel eitthvað sumarlegra, þar sem sumarið er á næsta leiti.

Helgin hjá mér var eins og allar hinar, frekar róleg. Spilaði og spilaði við ömmu og afa á föstudagskvöldið, en nú eru þau komin til Kanarí. Á laugardag kom Guðlaug frænka í heimsókn. Hef ekki séð hana í aldir eða svo. Svo um kvöldið tók ég videó. Ásgeir fékk að ráða myndinni enda hefði ég örugglega valið einhverja dans og söngvamynd frá fyrri hluta síðustu aldar. Fólk hefur oft ekki sama videómyndasmekk og ég. Hvað um það, myndin sem varð fyrir valinu hét og heitir eflaust enn Monsters ball. Ágætis afþreying alveg hreint. La Bamba er nú samt betri sko!!!

Nú er ný vika að byrja og ekkert nema gott um það að segja. Er að fara í skólann eftir korter í smíðatíma. Það er nú svo gaman í smíðum að ég hefði ekki trúað því.

Jæja ég ætla ekki að vera of sein í skólann, það er ekki nógu sniðugt.

Njótið dagsins.