fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Góða kvöldið!
Í dag er fimmtudagur og ég á bara eftir að vinna á morgun. Guði sé lof!!! Ég er nú allveg komin með nóg og er þessi vika búin að vera SVO lengi að líða, ég held það sé alltaf þannig þegar maður er að fara í frí. Á morgun er ég á leið í sumarbústað og það verður fínt. Á laugardag verða tengdaforeldrar mínir tilvonandi kannski í mat og einnig mamma. En pabbi er alltaf úti í Afríku. Ég fór í Europris í dag að versla inn og var það allveg fínt. Miklu betra að versla þar en í Bónus sem ég er ekki að fíla.

Jæja best að fara að taka sig til því nú er ferðinni heitið á kaffihús, eða er hægt að kalla Vegamót kaffihús?? Mér finnst það ekki, þetta er meira svona bar, jahh eða Bistro-bar eins og var í tísku hér í denn. Þar munu bíða mín nokkrar bekkjarsystur, eða ég bíða þeirra.

Halldóra kveður!

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Þá er maður mættur í vinnuna á þessum drottins dýrðar miðvikudegi. Ég á aðeins eftir að vinna á morgun og hinn :) þvílíkur lúxus. Á föstudaginn mun ég svo halda á brott úr borginni og fara í sveitasæluna í Borgarfirði, þar mun ég dvelja í viku ásamt mínum heittelskaða.

Úfff.... það er bara vika í blessuð prófin og er ég EKKI að nenna því að fara að læra, maður er nú samt aðeins byrjaður að kíkja í bækur en ekkert að ráði.

Á mánudaginn fór ég í bíó á myndina The sweetest thing. Ekta stelpu-mynd enda skemmtum við okkur. Ég fór með minni æskuvinkonu Kristrúnu.

Þar sem ég er í vinnunni og fólkið fer að mæta (ég er alltaf mætt svo snemma) þá er þetta svona MJÖG grófir drættir af síðustu dögum, skrifa betur heima, vonandi, því ég veit hvað ég er löt að þessu, en kannski að það verði bót á því.
Lifið heil og hafið það sem allra best.