laugardagur, desember 23, 2006

Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?

Þá er komið að síðasta bloggi fyrir jól. Hef verið með hugann við svo margt og hugsað "þetta verða ég nú að blogga um" en svo eins og þið vitið gerist ekkert.
***
Á morgun er Þorláksmessa og þá tíðskast það víst að eta vel kæsta skötu og auðvitað verður engin undanteknin á því þetta árið. Ávallt sér hún systir mín fyrir því að bjóða familíunni í skötu og ekki er það nú slæmt. Er ég þegar komin með vatn í munn og full eftirvæntingar.
***
Þið sem ekki vitið þá á ég bíl eða sko SP-fjármögnun á hann en Ásgeir rekur hann. Þetta er ekki svo gamall bíll en þvílíkri druslu hef ég ekki ekið áður og þá tel ég samt með Grána gamla og gamla rauða LÖDU-station bílinn hennar Lilju með. En til að gera langa sögu stutta þá stoppaði bílinn enn einu sinni á góðum stað í Kópavogi og var dáinn þar. Ég fer á rúntinn síðaar um kvöldið og fá frænku mína með mér í að gefa bílnum rafmagn og koma honum heim. Hosemaría sko...það munaði ekki miklu að við hefðum orðið úti þetta kvöld. Úti var rigning eins og kom í syndaflóðinu og kuldinn líktist þessum sem kom árið 1918 frostaveturinn mikla. Við reyndum hvað við gátum að finna rafgeyminn (við vissum sko alveg hvar hann var *hóstihóst* það var bara erfitt að finna hann í myrkrinu). Á endanum hringdi ég í manninn minn og bað um smá leiðbeiningar og hann segir "svona komiði bara heim ég redda þessu í fyrramálið". Jahérna hér...þið sem þekkið mig þá hélt ég nú ekki. Þó ég sé ekki með hangandi typpi milli lappanna þá get ég nú alveg gefið bíl smá start og ég kann sko líka að skipta um dekk. Við frænkurnar "dúlluðum" við þetta í smá tíma, tókum nokkra hluti í sundur í húddinu og fundum rafgeyminn á endanum og voila bílinn er sem nýr.
***
Hér er búið að skreyta jólatréið. Jájá degi fyrr en tíðkast en þar sem jólin eru bara smá helgi er nú alveg hægt að henda einu stk jólatréi upp. Það er hið glæsilegasta, eins og annað sem fær að snerta hendur mínar!
***
Fór í ónefnda skóbúð í höfuðborginni og er eitthvað að skoða mig um, þegar skyndilega afgreiðslustúlkan byrjar að kalla á samstarfsmann sinn sem er hinum megin í búðinni "EF EINHVER SEGIR GLEÐILEG JÓL VIÐ MIG EINU SINNI ENN VERÐUR SÁ HINN SAMI MYRTUR"!!!!!! Jiii sú var pirruð maður. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að versla við hana, sá fyrir mér að gellan myndi hoppa uppá afgreiðsluborðið draga mig þangað upp á hárinu og MYRÐA mig með hælum á einhverjum ljótum skóm. Ekki beint spennandi svona rétt fyrir jólin.
***
Jæja gott fólk veit ekki hvað ég get sagt ykkur meira. Er að spá að enda þetta svona. Vona svo auðvitað sannarlega að allir eigi gleðileg jól og séu sáttir í hjarta sínu.
Jólaknús
HH

mánudagur, desember 18, 2006

Drullum sull og sullum bull.

Mætt aftur eftir góða innri íhugun!!
***
Fyrir ykkur kæru aðdáendur, hef ég frábærar fréttir. Til að vita meira bið ég ykkur um að kíkja á síðu Netverjans.
***
Var að ljúka síðasta "alvöru" vinnudegi fyrir jól. Á morgun eru svo litlu jól og kirkjuferð, svo bara dansiball á miðvikudag. Svo mæti ég galvösk aftur til vinnu á næsta ári. Já dúllurnar mínar það er sko gaman að vera kennari um jólin svo ég minnist nú ekki á sumarið. Já það eru heilir 3 kostir við starfið mitt: jólin, júní og júlí.
***
Það eru 6 dagar til jóla og ég er ekki búin að kaupa allar jólagjafir, er í raun bara búin að kaupa það sem ég þarf að senda útá land. Er ekki búin að skrifa öll jólakortin en þau verða í ár jahh rétt um 80!!! Auðvitað sendum við til allra sem mættu í brúðkaupið og þar voru um 130 manns þannig að það er af nógu að taka. Blekið í pennanum er búið og ég er komin með ógeð á setningunni jólakveðja!!!
***
Ég hugsa á hverjum degi "jæja best að koma sér í jólahreingerninguna". Þetta verður alltaf bara hugsun og ég held áfram að hugsa "æjjjj bara einn bubbles í viðbót" (fyrir ykkur sem ekki vitið hvað bubbles er smellið á ÞETTA). Ég er hætt að geta labbað berfætt heima hjá mér og það tekur mig 30 mínútur að komast út úr eldhúsinu sem er 3 skref því það þarf svo mikinn styrk til að komast yfir allt klístrið.
***
Jæja læt þetta ekki verða langra að sinni. Ætla að taka til hér í smíðastofunni minni. (Bull ég er ekkert að fara að taka til hér, hef bara ekkert meira að segja).
***
Kveðja klísturtása.