miðvikudagur, maí 03, 2006

hajde da ludujemo ove noci

Ég ætlaði að skrifa svo svakalega spennandi og jafnframt krassandi pistil hér í kvöld að annað eins hefur ekki komið úr mínum hugarheim en auðvitað er ég búin að gleyma öllu sem ég ætlaði að skrifa (þyrfti að vera með svona digtafon og tala inná hann allar mínar hugmyndir þegar ég fæ þær, jahh eða blokk um hálsinn til að skrifa þær niður).

Þannig að þið sem biðuð spennt...sorry!!

later.

sunnudagur, apríl 30, 2006

Því eftir sjálfum sér að bíða erfitt er.

Jæja þá er komið að helgarfærslunni.

Á föstudagsvöld skelltum við hjónaleysin okkar af bæ. Fórum snemma af stað og fengum okkur í svanginn á Ítalíu...jájá ég veit við förum alltaf þanngað!!
Eftir að hafa "gúffað" í sig pizzu og sötrað bjór með fórum við sem leið lá í Háskólabíó sem er jú sinfóníuhöll okkar Íslendinga. Þar voru dívurnar Ragnheiður Gröndal og Eivör Pálsdóttir að syngja með sinfóníunni.
Vááá hvað þetta voru góðir tónleikar. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þula á ríkisútvarpinu rás 1 var þula kvöldsins og stóð á sviðinu og kynnti hvert lag, sögu þess og höfunda. Þegar maður lokaði augunum gat maður allt eins setið í stofunni hjá ömmu og verið að hlusta á útvarpið.

Fyrir mitt leiti var Eivör með sterkari rödd fyrir sinfóníuna, já hún var bara betri en Ragnheiður er samt mjög góð, bara með svo öðruvísi rödd meira dimm og jazz-blues.

Sunnudagurinn, sem sagt dagurinn í dag fór að mestu í tiltekt. Já ég tók til í kofanum, ryksugaði, þurrkaði af og skúraði, svo var farið út að hjóla og glugginn í stofunni málaður...allt að gerast í Kópavogi.

Nenni ekki að blogga meira, er hálf andlaus eftir amstur dagsins.
Lifið heil
HH