laugardagur, ágúst 05, 2006

Brabrabrabra brabrabrabrabra

Dúdda mía.
Í dag er laugardagur og í raun hefði getað verið hvaða dagur sem er, dagurinn hefur að mestu farið í svefn, þynnku og Nonna bita.
***
Já þau birtust hérna hjá mér í gær Guðlaug, Kalli og Kristín og bundu fyrir augun á mér og út í bíl. Það fyrsta sem ég fékk í hendurinar var Breezer og þeir urðu sko MIKLU fleiri en bara einn!
Farið var með mig í tivolíið og fyrst fór ég í eitthvað barnatæki með Guðlaugu en það var bara byrjunin því svo fór ég í tæki sem heitir Freak out og jésús minn góður hvað ég var hrædd. Ég var ein í tækinu og öskraði úr mér lungun. Þannig að þið í nágrenni Reykjavíkur sem heyrðuð öskur þá var það bara ég!!!
Svo voru þau svo ógeðslega fyndin að fara með mig á Reykjavíkurflugvöll, þar inn fyrir hlið og hvað haldiði að hafi verið á vellinum og maður í??? Jebbb listflugvél....Ég var næstum farin að gráta því í listflug fer ég ALDREI en þá var þetta bara heppni hjá þeim að vélin var á vellinum því þau voru bara að stríða mér. Hjartað fór sko vel á stað þarna.
Aftur bundið fyrir augun á mér, fékk fleiri breezera í hönd og næst er ég farin að labba á hlaupabretti og þegar tekið er frá augunum er ég í hnefaleikafélagi reykjavíkur. Jebbb þar fékk ég einkakennslu í boxi sem endar með bardaga í hringnum. Púfff var að boxa við einhverja gellu sem tók sig bara til og lúskraði á mér, kennslan greinilega ekki skilað sér hjá mér.
Svo var farið að sækja mat og borðað heima hjá Guðlaugu gómsætan mat frá Austur-Indíafélaginu og ennnnn fleiri breezerar og vodki rann ljúft niður hjá fólki!!!
Svo var pantaður taxi og farið á Oliver. Þar áttum við frátekið borð og var það dekkað með RISA kampavínsflösku og jarðaberjum.
Svo var bara dansað framundir morgun!! Var að skríða heim um 6, BÚIN Á ÞVÍ.
Svo bara er ég með tvo góða marbletti á olnboganum, harðsperrur um ALLAN skrokk og bolgna tær dauðans. Jiii vona að ég komist í brúðarskóna næstu helgi.
***
Púfff jæja ég hafði rænu til að skríða fram og kveikja á tölvunni en nú er ég farin aftur inn í rúm.
Takk fyrir ÆÐISLEGT kvöld krakkar mínir :)
HH skelþunn

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Ég skal kaupa þér kökusnúð með kardimommu og sykurhúð.

Þá held ég að ferðalögum sé lokið í bili.
Það var mjög fínt í Skötufirði, enda veðrið fínt og félagsskapurinn frábær líka. Afmælið hjá Gunnari var mjög flott og ekta sveitapartý. Hummm kannski maður hefði átt að gifta sig þar!!
***
Rétt rúm vika í brúðkaup. Nóg að gera en samt ekkert. Erum að fara í kökusmökkun á morgun og þið sem mætið í partýið þá skal ég lofa að gefa ykkur GÓÐA köku :)
***
Jæja hef í raun ekkert að segja.
Er að horfa á Rock star og get ekki einbeitt mér bæði að því og tölvunni!!
Hafið það gott.