fimmtudagur, mars 09, 2006

Even after all these years...

Eins og ég hef áður sagt þá er nú allt til í þessum netheimi...hér er enn eitt dæmið um það. Þetta er nú dáldið langt en gaman svona að renna yfir þetta. Humm gæti verið gaman að gera svona á 10 ára fresti og athugað hvort einhverjar breytingar verði!!!

Hefur þú...
(x) reykt sígarettu... ojjj var ung og vitlaus prófaði á djamminu jökkk
(x) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
(x) lent í slagsmálum..
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
( ) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki... huhummm sorry Sigga...gott að eiga stóra systir
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp...varð vitni að búðarhnuppli
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
( ) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni!
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
( ) kysst einhvern af sama kyni
( ) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
( ) liðið yfir þig
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti

miðvikudagur, mars 08, 2006

Þú mátt fá´ana því ég vil ekki sjá´ana...

Jahérna...lesturinn á þessari síðu hefur aukist um 100% jahh miðað við kommentin sem streyma inn :) Það þýðir bara eitt, ég verð að standa mig og reyna að bregðast ekki lesendum mínum, en bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá hef ég MARG oft brugðist mínum lesendum þannig að gleðjist hverju orði sem ritað er hér.

Ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt ykkur í dag. Vaknaði snemma í morgun, fór í vinnuna, fund eftir vinnu, heim, setti í tvær þvottavélar sem minnir mig á það ég á eftir að taka úr þeirri seinni, fór út með Ólafi, kom við í búð, keypti ýsu, kom heim sauð kartöflur steikti ýsu í raspi borðaði, fór inn að lesa Palli var einn í heiminum og hér er ég svo...eins og hlunkur í sófanum og búin að senda kallinn út eftir appelsín í gleri.

Talandi um appelsín í gleri...jájá ok fékk mér líka eina kókosbollu (ég er að breytast í bollu) já talandi um appelsínið ég hef ekki verið nándar nærri því eins dugleg að hreyfa mig þessa vikuna og ekki heldur síðustu tvær þar á undan. Ég sem byrjaði svo vel eftir áramót. Kannski að ég ætti að skutla mér á gólfið og gera nokkrar magaæfingar, bara svona til að friða samviskuna. Ætli aðrir líti á mig sem bollu jahh ok er ekki bolla en ætli aðrir sjái mig svona skvabaða típu? Eða er það bara ég sem klíp í magan á mér og hugsa ojjj klessa (Ásgeir klípur reyndar líka oft í magann á mér) Heyyy Ásgeir hvað hugsar þú?? Jæja nóg um hollustu v óhollustu. Bara best að vera hollur sjálfum sér og sínu fólki ;)

Svefnin kallar já og þvottavélin sem vill losna við hreina dótið og Ásgeir hann kallar líka, honum finnst tölvan fá fullmikla athygli!! Gaman hvað maður er nú eitthvað ómissandi :)

Ég verð ofsa...lega heppin ef ég losna nú við
FITUKEPPINN

góða nótt

mánudagur, mars 06, 2006

Rows and floes of angel hair

Hef ekki skrifað í dáldið langan tíma en þá kom eitt komment og þau eru sko vítamínsprauta fyrir þetta blogg því ef engin kommentar þá les þetta kannski engin og hví ætti ég að vera að skrifa ef engin les??? Þannig að takk Kristín!! Þú átt heiðurinn af þessari færslu ;)

Lítið svo sem að gerast hjá mér jahhh og þó, fór á árshátíð í vinnunni á laugardaginn og var nú bara þrusu gaman, liðið kom mér á óvart og ég held að ég hafi dansað allt kvöldið, alltaf gaman að djamma dálítið.

Var að kenna í dag, ekki svo sem frásögu færandi nema hvað að ég er að saga í hjólsöginni (nei ég sagaði EKKI af mér puttana og nemandi fór ekki í sögina) heldur kom svona smá "slag" í spítuna sem ég var að saga og hún skaust af ÞVÍLÍKU afli til baka og í magan á mér eða rétt fyrir ofan lífbeinið. Ef einhver hefur verið kíldur mjög harkalega í magan þá skuliði margfalda það hundrað sinnum. Ég hefði sko farið að grenja ef ég hefði ekki verið að kenna og jahhh eins gott að vera ekki óléttur og lenda í þessu!! En ég er öll marin og blá og get ekki snert þetta svæði það er svo sárt. Segið svo að kennara starfið geti ekki verið hættulegt!!!

Þvílíkt suddaveður úti maður lifandi, fór í Bónus í dag og hélt ég yrði úti, fólk kreisí að hlaupa um allt með gulu kerrurnar, bílar að skvetta vatni yfir mann allan og allt draslið manns, þegar ég kom heim var bara eins og ég hefði ákveðið að hoppa í góðan drullupoll og með allar skemmtilegu bónus vörurnar mínar. Og talandi um Bónus, hvað er málið með Euroshop vörurnar útum allt. Getur varla fengið annan klósettpappír en Euroshop og þá er nú örugglega betra að skeina sér með Euroshop bökunarpappírnum!!!

Hummm ég hef hugsað að gera smá skemmtilegt hérna á þessari síðu, þarf þá smá hjálp með það og þið verðið að fylgjast með. Góðir hlutir gerast hægt.Og ef þið eruð að spá í titlinum þá mæli ég með að þið hlustið á lagið Both sides Now. Nokkrir góðir flytjendur sem hafa sungið það þannig að það er ykkar að finna ykkar uppáhalds :)

Eitt enn að lokum, bara svona því að O.C. er í sjónvarpinu beint fyrir framan mig og þvílík og önnur eins vitleysa, þetta fólk virðist ekki alveg kunna samskipti bókstaflega enganvegin. Mér finnst þau svo heimsk að ég fæ illt í hjartað. Varð bara að koma þessu frá mér

Allar staðreyndir og stafsetningavillur eru ekki á mína ábyrgð.
Lifið heil.