laugardagur, janúar 20, 2007

sí-malandi í síma-landi

Úfff ætla að vera snögg að skrifa núna. Evróvisjón að byrja. Hef trú á að lögin í ár verði jahhh ekkert spes, en auðvitað ætla ég ekkert að dæma fyrirfram. Ég er rosa gjörn á að gera það!
***
Jæja söngvakeppnin búin og það fyrir löngu. Hafði ekkert að skrifa um og lagði því tölvuna frá mér. Dúdda mía hvað þetta gaul var nú BORING. Ekkert lag sem höfðaði til mín. Bókstaflega ekkert. Kannski á þetta eftir að venjast, en það eru nú 2 laugardagar eftir enn og því þarf maður kannski ekkert að örvænta srtax.
***
Ég hef oft verið að velta því fyrir mér með sjálfa mig. Ég er ekki mikið fyrir að blaðra, jahh eða bara tala mikið. Stundum veldur þetta mér hugarangri en oftast ekki. Ég á mjög auðvelt með að tjá mig skriflega og get skrifað allt sem ég hugsa...en að koma því frá mér í tali er allt annar handleggur. Þegar ég var á Ítalíu var ég iðulega skömmuð fyrir að tala lítið (þeir tala alltaf eins og fullar kellingar í hóp, þó það séu bara 4 fjölskyldumeðlimir að spjalla). Ég á samt ekkert erfitt með að tala við vini mína eða neitt þannig, er ekki að segja það en ég hef bara ekkert alltaf frá miklu að segja og stundum finnst mér bara gott að hlusta á aðra tala. Veit ekki afhverju ég fór allt í einu að hugsa um þetta, en vildi koma þessu frá mér og vona að þið skiljið hvað ég er að reyna að segja.
***
Já nóg að bulli í dag. Laugardagur í dag og ég hef lítið sem ekkert gert. Bara verið að hanga heima og "tjilla".
Bless.

föstudagur, janúar 19, 2007

Tjaldið fellur, stólar bekkur borð.

Já svei mér þá ef það er ekki bara komin föstudagur með öllu tilheyrandi. Hummm veit svo sem ekki hvað er tilheyrandi hjá mér á föstudögum...allir dagar eins hjá mér, nema það er auðvitað ekki vinna á morgun!
***
Systur mínar stóðu við sitt og kíktu í kaffi áðan. Enda var ég búin að baka gómsæta tertu og hver gerir betur í tertumálum en einmitt ég? Jújú svo sem helling af fólki en ég legg alltaf hjartað í það sem ég geri svo það verði aðeins betra.
***
Afmælisbarn dagsins er engin önnur en drottningin sjálf Dolly Parton. Ég vona að hún hafi haft það gott í dag. Sjáumst eftir akkurat 2 mánuði. Jiii ég er alltaf að verða spenntari og spenntari. Hlakka auðvitað til að hlusta á fallega tónlist í góðra vina hópi (já ég veit ógeðslega stór "hópur") en svo hlakka ég bara til að fara í smá frí og umgangast fullorðið fólk!!
***
Já það er gott að einhver hér "fíli" betur röflið í mér en hitt sem ég reyni að pína uppúr mér. Það er miklu auðveldara að skrifa eitthvað bull röfl :) Talandi um röfl. Eldhúsið í klessu og best að koma því í ágætis horf áður en maður fer að elda kvöldmat. Æjjj ég át svo mikið af köku að ég nenni ekki að elda. Geri það bara á morgun.
***
A domani
HH

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Ég er rola, rugludallur.

Í gær var ég ekki með neitt röfl um sjálfa mig og reyndi eftir fremsta megni að hlýfa ykkur við því. Hvað fékk ég útúr því? EITT komment og þar var ég sökuð um ritstuld! Mæómæ, kannski er best að vera í vælinu bara og fá komment. Hvað finnst ykkur?
***
Ég hef mikið verið að pæla í einu sem tengist vinnu minni. Ef maður hringir sig inn veikan eða er heima með veikt barn þá þarf maður að láta vita hvenær maður mæti aftur. Jebb það er vinnusparnaður! Sé fyrir mér símtalið" Hæ þetta er Halldóra, heyrðu ég er lasin og kem aftur eftir 3 daga"!!!!! HALLÓ hver getur sagt svona? T.d. var Ólafur veikur heima í dag Ásgeir var hiema, hefði ég verið heima þá hefði ég ómöglega getað sagt hvenær hann yrði hresss. Hann var ágætur í dag en kominn aftur með hita í kvöld þannig að morgundagurinn er enn óljós. Fíla ekki svona bjánaskap. Vinnusparnaður myass.
***
Hvað var það nú meira sem ég ætlaði að segja ykkur? já alveg rétt. Ætla að linka hér á eina síðu. www.thorrioggoa.blogspot.com Nokkrir samstarfsmenn mínir að taka þátt í smá "leik". Ég ákvað að vera ekki með enda eru markaðsöflin í landinu ekkert að þjarma að mér og ég er ekki vön því að spreða í bull og vitleysu. Sniðugt hjá þeim og verður gaman að fylgjast með þessu.
***
Minni á skrif Netverjasns á morgun hann lofar þrusu pistli um Dolly og eitt af hennar lögum. Ég hlakka allavega til að lesa.
***
Takk í dag ekki gleyma að kommenta :)
HH

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Gömlu dagana gefðu mér.

Klukkan er 2300 og ég hef klukkutíma til að blogga. Spennandi ekki satt?
***
Það eru milljónir barna um allan heim sem fá engan mat, enga menntun og ekkert húsaskjól og síðast en alls ekki síst enga ást og öryggi. Á sama tíma er verið að fara að græða leg úr látinni konu í lifandi og á hún að eiga barn. Já manneskan kemur sífellt á óvart og færist fjær og fjær náttúru sinni. Auðvitað er hægt að færa rök með og á móti. Ég ætla ekki að gera það enda voru fréttirnar bara fyrr í kvöld í sjónvarpinu og ég þarf lengri tíma en 4 klst til að mynda fullunna skoðun. Ég viðurkenni þó fúslega að ég fékk nettann hroll.
***
Þetta var nú allt og sumt sem vakti athygli mína í heimspressunni. Gúrkutíð í samfélaginu og ekki fjallað um annað en "RÚV" málið sem ég hef ekki hundsvit á. Annað sem einnig er meðal fyrstu frétta er Frjálslyndaflokksmálið. Alveg hefur flokkurinn hrunið í mínum álitsstiga og því miður finnst mér foristan þar á bæ algerlega vera að tapa sér...ljótan komin í Frjálslynda!?!
***
Hef ekkert meira heyrt af Paul mínum hvort eða hvenær hann komi...verð að fara að hringja í Einar Bárðar...næ nebbla ekki í Paul sjálfann, held hann hafi skipt um númer svo fótalausa dýrið myndi hætta að hringja.
***
Jæja 45 mín í miðja nótt og því segi ég Bouna notte amici.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Jibbíjeihei.

Það eru enn 12 dagar eftir af þessari áskorun. Ég verð búin að fæla alla lesendur frá á eilífðar röfli og ómerkileg heitum. Hvernig stendur á því að þegar áskorun er þá hef ég bara ekkert að segja engin málefnanleg málefni.
***
Ég sofnaði klukkan átta í gær og þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að eiga eftir að blogga. Gott að gera þetta svona endrum og eins. Ég var svo hress þegar ég vaknaði að ég setti í vél og setti uppþvottavélina í gang áður en ég mætti í vinnu.
***
Kannast einhver við að ljótan sé að ganga? Ég er búin að fá hana. Þetta er eins og versta pest. Hárið aldrei eins og ég vil hafa það, bólur að hrannast upp eins og þeim sé borgað fyrir það og svei mér þá ef það er ekki fita að bætast á kroppinn!! Já ef það er til einhver sprauta við þesssu látið mig vita.
***
Huhummmm talandi um fitu...bakaði þessa líka dýrindis hjónabandssælu áðan. Auðvitað er bara ég ein heima með Ólaf og erum við því hálfnuð með kökuna góðu. Held þetta verði kvöldmaturinn í kvöld!!
***
Ég held að hitamælirinn á Kringlumýrabraut sé frosin í mínus 7. Mér finnst þessi kuldi ekki mönnum bjóðandi. Hvenær fer að vora og hvenær fer að hlýna? Er einhver sem getur sagt mér það?
***
Jæja sæl að sinni

mánudagur, janúar 15, 2007

Moving on!

Ætla einu sinni að reyna að vera búin að blogga fyrir kvöldið svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að sofna klukkan átta og rembast þá við að koma mér framúr til að blogga. Það er ekki gaman. Því ég á það til að verða smá "grömpí" ef ég sofna og vakna svo aftur.
***
Mánudagurinn búinn, allavega vinnulega séð, ágætur mánudagur, var með fínan hóp áðan sem fengu mig til að hlægja og allt hvað eina...eru svo fyndin þegar þau eru að rökræða sín á milli um öll möguleg málefni. Tveir voru í hörku jahhh nánast rifrildi allan tímann um hvað væri nú list!! Já þau eru ágæt þessi skinn.
***
Það eru fjórar vikur og fjórir dagar í vetrarfrí. Já ég veit að ég er bara búin að vera í vinnu í tæpa tvær vikur á þessu ári en það er sama, alltaf gott að hafa eitthvað að telja niður í. Hugsið ykkur er með skóladagatalið fyrir framan mig, þá eru hérna þessar rúmar fjórar vikur í vetrarfríið, svo kemur Dolly þrem vikum eftir það og svo viku eftir Dolly þá er páskafríið, og þegar það er búið þá bara styttist í sumarfrí...jiii það er að koma sumar. (ég er sko ekki með glugga á "skrifstofunni" minni og sé því ekki snjóinn úti)
***
Er að spá í að fara út að labba með sleðann og Ólaf þegar ég kem heim. Hummmm labba kannksi uppí fiskbúð og hafa góðan og hollan fisk í kvöldmat. Ohhhh ég er svo hrykalega lásí að elda eitthvað þéssa dagana, en ég meina við erum alltaf bara tvö heima og það er ekkert gaman að elda bara fyrir mig og Ólaf, þó það sé ekkert spes að elda eitthvað "fannsí" fyrir Kallinn því hann er ekkert nema vanþækklætið (er að reyna allt til að fá hann til að kommenta).
***
Þannig að ef það er einhver þarna úti sem er til í að bjóða skapstyggri stúlku og hennar gaur í mat, þá erum við game ;)
***
Jiii það eru tveir sem ætla að kjósa samfylkinguna í vor!! Vissi um einn en að það væru virkilega tveir?? Nú er ég hlessa!
Tjátjá

sunnudagur, janúar 14, 2007

Því ertu svona uppstökk...

...því ertu svona endemis vond við mig. Þetta er lagið sem Ásgeir syngur þegar hann kemur heim á daginn, kvöldin, nóttunni (þegar hann er búinn að vinna). Ég er víst eitthvað uppstökk og leiðinlega þessa dagana. Skil hann ekki. Ég sem er svo hress og skemmtileg.
***
Helgin er á síðasta snúningi, mánudagur á morgun. Það er alltaf mánudagur. Ætli mánudagur sé þrisvar í viku? Stundum held ég það. Svo er bara laugardagur 3 í mánuði. Ég er farin að telja niður í næsta frí. Það er í febrúar, yndislegt vetrarfrí. Svo er Dolly í mars, apríl, þá er líka eitthvað...hummm hvenær eru páskarnir. Ég er svo löt að ég nenni ekki einu sinni að standa upp og sækja dagatal Ég er að sofan. Ég er alltaf að sofna. Þarf að fara að taka vítamín...hummm hef ég ekki sagt þetta áður??
***
Jæja held að ég sé bara að fara að sofa. Nenni þessu ekki.
Góða nótt og heyrumst á morgun.