laugardagur, ágúst 31, 2002



Jæja dömur mínar og herrar....
Þá er maður nú mættur aftur á kreik. Það er komin laugardagur og það til lukku, eða það ætla ég rétt að vona!!

Þrátt fyrir rigningu og leiðindar haustveður þá skín sól í hjarta mínu í dag. Ástæða?? Engin sérstök......
Í gærkveldi skellti ég mér á kaffihús sem fer nú að verða til frásögu færandi því kaffihúsa ferðir mínar hafa snar minnkað síðustu misseri. Þar átti ég góðar stundir með Kalla, svo var Dolly einnig á staðnum, allavega í hjörtum okkar.

Jæja þarna reyndi ég að setja inn mynd og við skulum vona að hún komi inn.

Ég ætla að láta þetta duga smá í bili tékka hvort þetta virki.

Ég kveð með K-i,

fimmtudagur, ágúst 29, 2002

Jæja gott fólk!
Longe time no seen..... Þá er maður komin heim úr sumarbústaðnum. Það var allveg frábært og vel slappað af. Fórum t.d. í sund í Húsafelli, löbbuðum um Borgarfjörð, fórum á slóðir Snorra Sturlusonar svo eitthvað sé nefnt.

Þá eru prófin búin og það verður spennandi að sjá útkomuna úr þeim. En auðvitað vonar maður það besta. Svo er það bara skólinn á mánudaginn, það verður sko fjör.

Jæja þetta var nú bara svona mjög stutt til að láta vita að ég er enn á lífi. Vonandi verð ég nú duglegri í framtíðinni.

Tölvu nördið hveður að sinni.....