mánudagur, mars 24, 2003

Góðan daginn.

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar o.s.frv. En hér er ég nú samt. Það er búið að vera alveg þokkalega mikið að gera síðustu daga og vikur þannig að bloggið var ekki alveg fremst á forgangslistanum...Ekki það að ég sé vön að forgangsraða, er frekar svona óskipulögð persóna, mér finnst það miklu meira spennandi, í staðin fyrir að vita nokkrar vikur framyfir hvar og með hverjum ég verð eftir einhverjar vikur eða daga.

Ég er búin að vera að kenna í Klébergsskóla alla síðustu viku og hefur bara gengið vel, þetta eru alveg ágætis krakka grey, en hvort ég eigi eftir að geta kennt þessum aldri í framtíðinni er ekki gott að segja. Í dag mánudag á ég að vera að kenna en þar sem ég er með svaka hausverk og svaf lítið í nótt ákvað ég að leyfa stelpunum að vera þremur í þessu í dag, þær redda því vel.

Kannski að þetta sé mín síðasta heila vika sem bara Halldóra, maður fer að verða Halldóra MAMMA!!!! Finnst ykkur þetta ekki skrítið?? Ég er allavega ekki alveg búin að fatta þetta en það hlítur að koma þegar maður er búin að fá eitt stk. skríli uppí hendurnar á sér. Ásgeir var á fjórum fótum í gær að þrífa allt, þannig að það er allt orðið hreint og fínt í kjallaranum, búið að þvo og strauja eitthvað af barnafötum þannig að núna bara er beðið :)

Jæja ætli maður fari ekki bara að skrifa einhverjar skírslur í smíðinni nú eða klára að prjóna...maður verður að nota þennan tíma sem maður hefur vel, kannski að ég fari bara að verða skipulögð, hver veit??

Kveð að sinni.
Halldóra H.