laugardagur, janúar 13, 2007

ég geri hvað sem er...

Mér finnst svo svakalega erfitt að finna titil á bloggin mín. reyni alltaf að hafa hann eitthvað lag sem ég er að raula...Ásgeir misskildi eitthvað titil gærdagsins, ætla ekkert útí það en hann misskildi það eitthvað engu að síður.
***
Það sem ber einna hæst hjá mér þennan daginn eru STÓRKOSTLEGAR fréttir sem ég hef heyrt. Viðræður eru hafnar við Paul McCartney um að halda tónleika hér á landi í sumar :) Jiiii ég ræð ekki við mig, mér finnst þetta svo stórkostlegt og vona svo sannarlega að kallinn láti plata sig til Íslands. Ég veit að ég mun mæta ásamt Ingólfi Margeirs :) (ásgeir segir að engin muni fatta þetta djók, en mér finnst það geðveikt fyndið). Ég er tilbúin að leggja annsi mikið undir til að sjá kappan og mun ef þess þarf bíða í röð í marga marga daga, ég er líka tilbúin að kaupa einhvern dýran miða til að vera nær svo hann finni straumana sem ég ber til hans,.
***
Ég mun auðvitað öppdeita ykkur á öllum þessum fréttum.
***
Ég er að fara að hitta kennó píurnar eftir 20 mín og er enn í lopasokkunum og joggaranum og kílið á hökunni er ljótara sem aldrei fyrr. Verð því að fara að drífa mig að hoppa úr hosunum sminka yfir kílið og í gallabuxurnar :)
***
Jiii hvað er óþægilegt að vera að skrifa svona blogg á hlaupum, sérstaklega í dag þar sem ég hef frá svo miklu að segja !!! Það kemur bara á morgun.
***
All my love
HHMC

föstudagur, janúar 12, 2007

Láttu mig vera...leiktu við aðra en mig!

Váá ég var í sturtu áðan og fór að hugsa eitthvað um að blogga. Sem betur fer fór ég að hugsa það, því ef ekki hefði ég líklega tapað þar sem ég er að fara út að borða eftir hálftíma! Fjúffff!!
***
En þar sem ég er að fara að borða eftir smá stund, þá verður þetta blogg hálf þunnt og skrifað í fljótheitum, þar sem ég er enn með blautt hár og algerlega ekki búin að hafa mig til.
***
Hefði ég haft tíma hefði þessi pistill verið þunglyndislegur og leiðinlegur...er í einhverju þannig stuði núna, tuð stuði. Ohhh það er svo gaman þegar svoleiðis skap kemur yfir mann.
***
Ég vil minna ykkur á könnunina!! Þrír búnar að kjósa þegar ég kíkti áðan og svei mér þá 2 vinstri grænir og einn samfylkingarmaður...tek það fram að ég hef ekki kosið, en eittvað þarf ég að fara að endurskoða vini mína ;) Híhíhíhíhíhí...nema þetta hafi verið fjölskyldan, já þetta er pottþétt einhver í familíunni...*HÓSSSTIHÓST*
***
Jæja ætla að fara að sétta á mér hárið svo ég verði sæt og fín, þrátt fyrir kíli dauðans á hökunni ;(
Hafið það gott
Rokin

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Úti er alltaf að snjóa.

Allt að gerast í heiminum í dag. Þorskur að drepast í tonnavís fyrir austan í einhverri eldishví, Becham grrrr flotti foli á leið til USA, haaa bíddu kunna bandaríkjamenn að spila eitthvað annað en ruðning? Nei maður bara spyr sig. Og fíf... Bush að fjölgja hermönnum í Írak.
***
Aftur á móti er ekkert að gerast hjá mér...allavega ekkert sem ég vil deila með ykkur. Fór í vinnu í morgun, reyndar líka í gær, svona til tilbreytinga. ekkert að gerast þar og hefði eins getað verið heima hjá mér að setja í þvottavél eða eitthvað. Veit hreinlega ekki hvort er skemmtilegra. Reyndar þeir sem búa með mér vita allveg að ég elska að setja í vél og ef verið er að leita af mér á heimilinu er alltaf fyrst athugað í þvottahúsið, bankað og kallað ertu heima hjá þér!! Þetta er voða fyndið allt.
***
Helgin er þéttskipuð hjá mér og elska ég að hafa eitthvað að gera. Þrífst ekki í að gera ekki neitt (reyndar kann ég ekki að láta mér leiðast). Er að fara út að borða á morgun með góðum hóp af stelpum. Laugardag skelli ég mér í hádegisleikhús með familíunni jebbb Skoppa og Skrítla here we come!! Svo um kvöldið á styrktartónleika, sem haldnir eru fyrir Tjörva en hann er lítill kútur sem vinkona mín á og greindist hann með krabbamein og er nú í meðferð í Sverge. Þannig að við gellurnar úr Kennó-saumó ætlum að mæta á staðinn og styðja okkar fólk.
***
Það er kominn vetur í borginni. Allt á kafi og ég elska það :) Kannski maður fari út að renna á morgun.
***
Bíllinn okkar er DAUÐUR, alveg svoleiðis stein dauður, borgar sig ekki að gera við hann enda vélin ónýt. Þannig að við skröltum á bláu druslunni sem er á sumardekkjum í þokkabót. Er einhver þarna úti sem vill gefa okkur bíl? Við erum alveg til í það. ;)
***
Jæja nóg í dag, held ég skelli inn nýrri könnun og ekki vera feimin að tjá ykkur.
HH

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Allir eru að gera það gott.

Fólk kom á mál við mig í gær og kvartaði undan þunnu bloggi. Mér finnst það ekkert skrítið og trúið mér þetta blogg verður enn þynnra.
***
Ég fæ skemmtilegar sendingar á hverjum degi og í gær fékk ég sendingu frá fam Casu eða ostafjölskyldunni eins og ég kýs að kalla þau (casu þýðir ostur á Sardo). Pakkinn var fleiri fleiri kíló og var troðfullur af ólöglegu stöffi. Ostur í tonnatali, vín sem dugar mér út næstu árin, spægipylsa, kaka, tímarit og fleira sniðugt. Þið getið rétt ímyndað ykkur fnykinn sem tók á móti mér þegar ég opnaði pakkan (ekki gott að opna svona pakka þegar maður er með æluna í hálsinum). Auðvitða var tollurinn búinn að rífa upp pakkann og gramsa í hverju dóti því allt var þetta vel límt með límbandi frá tollgæslunni en samt sem áður létu þeir allt í friði (hummm kannksi hafa átt að vera 10 flöskur en ekki bara FIMM). Já allavega allt var á sínum stað nema forláta geitaostur í krukkum sem var búið að éta af hálfa krukku!! Þeim hefur þótt osturinn þetta góður að þeir hafa bara gleymt að taka allt frá sem ekki mátti fari inn í landið.
***
Þetta var saga dagsins í dag :) Bíðið spennt eftir sögu morgun dasins.
MBKHH

þriðjudagur, janúar 09, 2007

No, rien de rien, no je ne regret a rien!

Góðan dag kæru lesendur nær og fjær.
***
Er ekki komin þriðjudagur? Eða er miðvikudagur? Vá ég er alveg orðin rugluð en held að það sé frekar þriðjudagur. Ég er enn heima. Það var reyndar engin kennsla í dag þannig að ég hef ekkert á samviskunni að vera að svíkja krakkana, ákvað að nota daginn í að hressa mig við. Er reyndar enn eitthvað skít slöpp, en c´est la vie.
***
Fékk sendingu í gær frá USA, TAKK KRISTRÚN :) ekkert smá gaman að fá svona sendingar og Ólafur er kominn með ljósið um hálsinn :) Svo var brúðarmyndin rosalega falleg. Ég er búin að lofa mér því að vera dugleg að senda bréf uppá gamlamátan til þín á þessu ári :)
***
Úti er 7 stiga frost og vá hvað það er kalt. Rölti á leikskólann í morgun og aftur áðan að sækja litla grísinn. Hélt svei mér þá að ég yrði úti!!
***
Jæja, er eitthvað vit í því að vera að hanga í tölvunni?? Nei ég held ekki, ætla að reyna að fá ferskt loft í húsið og hleypa þessu skítalofti sem virðist svífa yfir öllu hér!!
***
Ciao

mánudagur, janúar 08, 2007

Jahérna hér

Það er mánudagur sannarlega til mæðu.
***
Ég er heima, enn veik og enn ælandi. Spennandi ekki satt? Var með 40 stiga hita í gær og beinverki. Skil þetta ekki. Ég sem er að taka vítamín og alles og verð sjaldan veik og nánast aldrei svona veik. Jæja vonum að ég verði þá bara ekki veik næstu 10 árin eða svo.
***
Ég drekk grænan poweraid og gulan frostpinna. Annað fer ekki ofan í mig að þessu sinni.
***
Það eru enn 20 dagar eftir af þessari áskorun. Held ég sé nokkuð ákveðiðn að hætta að blogga þegar því líkur. Kemur ekki öllum við hvað ég er að bardúsa daginn út og daginn inn og ekki finnst mér yfirborðskennd blogg skemmtileg sem fjalla um aðra en sjálfan bloggarann. Ég ætla bara í staðin að vera duglegri að fara í heimsóknir og fá aðra til mín. Hringja í góða vini mína og skrifa þeim persónuleg bréf. Maður segir nefninlega ekki öllum allt og sama hlutinn :)
***
Jæja klukkan er hádegi, komin tími til að fá sér annan frostpinna og vona að hann haldist lengur en 5 mín í maganum. Held ég sé að þorna upp og skrælna líður þannig.
***
Lasarus kveður.

sunnudagur, janúar 07, 2007

Nei engin titill í dag!

Daginn.
Þetta verður örugglega ekkert spes færsla, morandi í stafsetningavillum og bara vaðið úr einu í annað.
Ég er með óráði ég hef gu**** frá því 4 í dag non stop og meira til. Mér líður skelfilega og finnst ég hetja að vera að skrifa hér núna.
Ég skelf úr kulda og þegar þessi lína er búin er ég margggg oft búin að þurfa að bregða mér frá!

Spilakvöldið í gær var skemmtilegt ég og Kalli voru saman í liði og auðvitað rústuðum við dæminu. Hitt liðið var líka bara orðið blindfullt og því gátu þessi grey ekkert. Maturinn var góður...brrr nei við skulum ekki tala um mat í þessu bloggi.

Í morgun var ég hress, fór út, ok reyndar ekki í morgun en svona fljótlega eftir hádegi og fór familían út að leika í snjónum...jeiii já það var kominn snjór og mikið var ég glöð, þá getum við farið út á sleðann sem við gáfum óalfi í jóalgjöf.
Jesss ég hef náð 150 orðum, ég var mjög lengi að skrifa þetta og get ekki miera er farin að sjá svart og titra af kulda.
HH