þriðjudagur, september 24, 2002

Jæja gott fólk.
Ég veit ég hef svikið ykkur að undanförnu með lélegum uppfærslum af þessu blessaða bloggi mínu en núna er ég sest við tölvuna eftir laaaanga pásu.

Ég verð nú samt að viðurkenna eitt að ég er frekar fúl með viðbrögðin hvað varðar gestabókina mína....en þó þakka ég þeim sem rituðu þar.

Þá er skólinn byrjaður með öllu sem tilheyrir því; vakna snemma og vera þreyttur, læra heima og nenna því ekki og svo mætti lengi telja. Þó er ég reyndar mjög sátt því ég er á svo skemmtilegu kjörsviði, nefninlega SMÍÐUM. Ég er bæði í silfursmíðum og er þar búin að gera eitt stykki sem er kross (hver veit nema síðar komi inn myndir) svo er ég að byrja á hring. Einnig er ég í trésmíði og þar er ég búin að gera eitt stykki bretti, eina strengjabrúðu, sem er sko fíll en líkist helst risaeðlu sem aldrei hefur verið til!!! Svo núna er ég að gera ausu. Þetta er allt saman mjög spennó, svo er ég einnig í hönnun og mótun hugmynda sem er mestmegnis teikning og þið sem mig þekkið, þá vefst það pínku fyrir mér því ég er ekkert rosalegur teiknari, en æfingin skapar jú meistarann. Sem auka val, þá tók ég matreiðslu, þannig að núna kann ég að sjóða kartöflur og hita vatn!! Við vorum í síðasta tíma að gera Lasagna, súpur og brauð svo endar þetta með því að við setjumst niður og borðum, mmmmm, þetta eru góðir dagar, þannig að ég get ekki annað sagt en að það sé gaman í skólanum, sem betur fer.

Núna er klukkan 18:17 og ég var búin að lofa að gera súpu, ekki pakkasúpusull heldur alvöru súpu frá grunni, þannig að ég ætla að hraða mér niður í eldhús og setja á mig svuntuna.

Ég lof svo að vera duglegri að skrifa hérna, en maður verður ná að fá svona smá "fídbakk" svo maður viti að einhver lesi þetta, þannig að ég hvet ykkur PLÍSSSSS til að skrá nafn ykkar í gestabókina.

Smiðurinn hefur talað...