laugardagur, nóvember 23, 2002

Hér kemur enn eitt prófið hjá mér.....stundum hefur maður ekkert að skrifa um og þá getur verið ágætt að skella einu prófi á.

Ég er þó alltaf að hugsa meira og meira um að fara í pólítík...... Líst ykkur ekki vel á það????



föstudagur, nóvember 22, 2002

Vááááá.......Ég trúi ekki að það sé svona rosalega langt síðan ég hef skrifað!!
Ég biðst velvirðingar á því. Það er búið að vera allveg hreint brjálað að gera hjá mér í einu orði sagt og ég hef bara ekki einu sinni komist svo mikið sem á netið. Ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast í heiminum.....En hvað er svona mikið að gera hjá mér????
Sko....Það er núna bara vika eftir af skólanum og maður á eftir að gera svo margt, á eftir eina ritgerð, eitt hópverkefni, fullt af smíðahlutum s.s. hillu, þroskaleikfang, renna eitthvað. Nú svo á ég eftir að gera eitthvað í silfursmíði og svo mætti lengi telja. Þegar öllu þessu er lokið hefst svo próflestur :( Prófin eru nú sem betur fer búin 13.des og þá getur maður farið að hugsa um eitthvað annað!!!

Hvað um það. Ég skal hætta að kvarta, nei bíddu ég var ekkert að kvarta ég var bara að segja ykkur hvað væri mikið að gera hjá mér!!

Ég komst af því í dag að ég er í hættulegasta fagi í skólanum, smíðum. Við erum ný búin að vera á skyndihjálparnámskeiði og læra að blása og gera að sárum en í dag lentum við í því......Ein úr hópnum var að vinna í verki sínu og fór með puttann í hjólsögina. Brrrrrrrr hvað mér brá. Það var bara blóð útum allt og hún lagðist í gólfið, mér brá nú allveg rosalega og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Þetta fór sem betur fer betur en á horfðis og puttinn er enn á. Sögin fór langsum niður puttann, svona niður að miðju og þetta var langatöng. Það var bara farið upp á slysó og verkjalyf í æð, svo saumað. Óska ég henni hér og nú góðum bata.

Í dag er föstudagur og helgin framundan, það liggur ekkert fyrir hjá mér fyrir utan lærdóm. Frekar fúlt.

Ég vil nú líka endilega óska Albertínu til hamingju með 6 sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins. Það gæti nú bara farið svo að hún verði 3 varaþingmaður....ekki slæmt það.

Jæja ég ætla að fara að borða það gefur manni víst orku.

Bið að heilsa og reyni að vera duglegri að blogga.

HH