þriðjudagur, janúar 30, 2007

nammi gott í dag!!

Bloggaði ekkert í gær og svei mér þá ef ég er ekki með fráhvarfseinkenni! Þakka kærlega fyrir öll kommentin. Váá 10 komment held að það sé met hjá mér ;)
***
Er þá ekki málið að hendi inn eins og einni uppskrift? Þetta er réttur sem er svakalega fljótlegur og rosalega góður. Ég tala nú ekki um ef þið eruð fyrir indverskan mat og að auki er hann mjöööög hollur :)
***
Indverskur kjúklingabaunaréttur.
Hráefni:
1 stk laukur
1 hvítlauksrif
1 stk ferkst chili
2cm engiferró
2-3 msk milt karrímauk (ég kaupi alltaf frá patak´s og það stendur á því mild curry paste) flaskan af því dugar í marga marga svona rétti :)
1 msk olífuolía
1 stk blómkálshaus (lítill)
1 krukkar kjúklingabaunir eða um 400 gr. (stundum til að gera kallinn glaðan þá set ég bara venjulegan kjúkling og sker hann í litla bita og steiki fyrst á pönnu)
1 dóskókosmjólk (400ml)
100 gr grænar sykurbaunir (það er svona grænt og langt og baunir inní því)
2 stk tómatar
smá sjávarsalt og ný malaður pipar
ferskt kóríander.
Þá er komið að því hvernig maður fer að! Laukurinn er skorinn í fernt chili í tvennt og fræin tekin úr. Afhýða engiferrótina og skera tómata í bita.
Svo er matvinnsluvélin dregin fram (ég hendi þessu bara í blandarann þar sem ég á ekki matvinnsluvél) og í hana hendum við lauknum, hvítlauknum, chili, engiferrótinni og karrímaukinu og maukum þetta vel.
Svo hitum við olíu á pönnu og setjum maukið á í um 2 mín og pössum að það brenni ekki. Svo hendum við blómkáli kjúllabaununum og kókosmjólk á pönnuna líka og hrærum þessu vel saman. Svo bætum við sykurbaununum og tómötunum útí og látum þetta malla allt saman vel á pönnunni svo er bara að setja smá salt og pipar útí eftir smekk.
Svo er koríander sett yfir en það má alveg sleppa vví.
***
Þetta er uppskriftin en auðvitað má nota hvaða grænmeti sem er og oft hef ég bara hent því sem til er í ísskápnum hjá mér, nota líka oft blandað frosið grænmeti. Maukið er í raun grunnurinn þannig að hann er nánast aðalatriðið. Svo er rosa gott að hafa með þessu naan brauð hrísgrjón og salat eða bara brauð og salat og drekka með ííískalt vatn með sítrónu útí ;)
***
Veit að bloggið í dag er ekkert krassandi eða spennandi en vona að einhver geti nýtt sér það :) Svo væri frábært að heyra frá einhverjum sem hefur kannksi prófað. Og endilega látið vita ef þið viljið fleiri uppskr því ég luma á þeim nokkrum ;)
Kv
HH

sunnudagur, janúar 28, 2007

and in the end.

Þá er komið að því kæru lesendur. Síðasta bloggið í þessari áskorun. Þetta er búið að vera helv… strembinn mánuður og mér finnst að bæði ég og Netverjinn eigum hrós skilið. Meira en hrós jafnvel, miklu meira.

Ég er komin heim til mín í Kópavoginn og líkar það vel. Mjög gott samt sem áður að fá frí og komast aðeins í annað umhverfi.

Vááá hvað ég var stressuð í gær. Tölvurnar í sveitinni voru ekki að virka og ég prófa þrjár tölvur þegar þetta loksins komst í gegn. Ég skrifaði í word en allt kom fyrir ekkert. Ég var búin að skrifa mjög mikið og skemmtilegt en breyttist að lokum í örvæntingu og stress.

Ég mun að öllum líkindum ekki blogga á morgun en ég mun samt bráðum henda inn uppskriftum og svona. Mér finnst ég ekki hafa fengið nóg af kommentum. Auðvitað þakka ég þeim sem kommenta daglega J Takk takk. En það væri gaman að fá meira, því þetta virkar sem vítamín sprauta á skrif mín!

Jæja ég er þreytt eftir ferðalagið og ætla að koma mér í háttinn. Takk kærlega fyrir góðan mánuð og hittumst hress.
HH