föstudagur, júlí 21, 2006

If you want to be happy for the rest of your life...

Hvaða dagur er í dag?? Ég hreinlega veit ekki hvað dögunum líður þegar maður er svona í sumarfríi. Rétt á kvöldin þegar ég tek inn pilluna þá sé ég jááá það er komin laugardagur. En svo náttúrulega gleymist það strax og ég leggst á koddann
***
Ég veit bara að ég tel niður fyrir skemmtilegheit sem eiga sér stað í sumar. Nú er ég að telja niður á ættarmótið, það er á morgun og verður örugglega banastuð :) Svo verður strax brunar til tengdó í sumarbústað í Skagafirði og svo er sko NÓG framundan skal ég segja ykkur.
***
Einhverjir voru að forvitnast um hver yrði að spila í brúðkaupinu og verður það divan Margrét Eir :) Hún er mjög flott pía og þrusu söngkona þannig að ég þarf engar áhyggjur að hafa af því. Jiii ég er búin að panta tíma í neglur, litun og allan pakkann...mikið verður maður nú sætur, úfff og ég sem er alltaf svo sæt þannig að þetta verður svakalegt!!! VARIÐ YKKUR.
***
Jæja vildi bara láta ykkur vita svona áður en ég bruna aftur útá land að við erum sko alltaf í stuði í Kópavoginum.
Knús
HH

miðvikudagur, júlí 19, 2006

það verður huxahalasúpa, nei sveppahalasúpa nei ...

Ég er búin að finna það út hvers vegna ég er svona hrinkalega grömpí og leiðinleg á morgnana. Það er bara veðrið sem fer svona með mann. T.d. í gær þá fór ég mjög seint að sofa (já ég veit, ég bara get ekki sofnað á kvöldin) en samt vaknaði ég hress og kát...eða sko eins hress og ég get verið á morgnana. En það er bara því sólin skein innum gluggann hjá mér. Núna er klukkan 10:40 að morgni og ég er búin að fara út í góðan hjólatrúr og alles. Stefni svo á göngutúr núna líka fyrir hádegi.
***
Var að hringja í Iceland Express því Casu liðið kemur með þeim frá London og hafa bara 45 mínútur á milli véla. Gellan sem svaraði var nú ekki sú liðlegasta, sagði mér ekkert sem ég vissi ekki fyrir. En 45 mín er MJÖG hæpið þar sem tékk inninu lokar 30-45 mín fyrir brottför! shit og þetta er eina vélin frá Stansted þennan dag. En þau ætla engan farangur að taka með, bara handfarangur þannig að krossaputta og vona að þetta takist. Þau tala sko ekki STAKT orð í ensku þannig að þetta verður fróðlegt.
***
Ólafur kominn út í sandkassa í garðinum að leika við einhverja krakka, ekkert smá fínt að geta hent þessum púkum út og þau bara leika sér :)
***
Annað...hummm...brúðkaupsundirbúningur gengur fínt, er orðin smá stressuð, er viss um að gelyma einhverju, en issss þetta verður bara gaman. Erum komin með söngkonu í kirkjuna og líklega band í veisluna þannig að það má búast við stuði ÍHAAA :)
***
Jæja ætla ekki að láta eina góðviðrisdag sumarsins líða án þess að ég njóti hans.
Lifið heil.
HH