föstudagur, júní 30, 2006

Við skýin felum ekki sólina af illgirni...

Kominn föstudagur og tími til að blogga.
***
Ástæða þess að ég hef ekkert bloggað í smá tíma er að við litla fjölskyldan skruppum í frí. Já við erum mikið fyrir skyndiákvarðanir og þetta frí var ein slík ákvörðun. Við vorum nú reyndar búin að vera að hugsa að skreppa kannksi í bústað yfir helgi en það var ekki séns þannig að á mánudaginn síðasta hringdi ég í Ásgeir og sagðist vera búin að finna bústað og við fórum svo strax á mánudagskvöldinu :) Bústaðurinn var rétt hjá Flúðum og með heitum potti og öllu saman. Komum svo bara heim í morgun. Það var mikið farið í gönguferðir og svo auðvitað farið að Gullfossi og Geysi. Gerðumst meira að segja svo fræg að fara allaleið inní Landmannalaugar. Það er lengst inná hálendi jahh eða því sem næst en það var rosalega fallegt þar og gaman að keyra þanngað í eyðimörkinni. Ólafur var svo spenntur að vera að bústað að hann hafði varla tíma til að sofa. Úti allan tímann. Ef hann var ekki í heita pottinum þá var han úti í sandkassa sem var rétt við bústaðinn. Veðrið var ágætt fengum smá sól, ótrúlegt en satt. Set inn myndir á eftir á barnalandið þá getið þið kíkt þanngað :)
***
Afmælið hjá pabba afstaðið...kallinn orðin 60 og þið sem ekki vitið þá var svaka afmælispartý þann 24 júni. Paparnir að spila og mikið húllumhæ :)
***
Næst á dagskrá hjá okkur er svo bara að njóta rigningarinnar hér í sumar. Kíkjum eflaust vestur við tækifæri og svo auðvitað brúðkaupið í ágúst. Það er nú held ég allt að verða tilbúið þar. Meira að segja búin að finna skó. Þá er bara blóm og svona dúllerí eftir. Nógur tími líka til að pæla í því.
***
Jæja gallinn við ferðalög er allur þvotturinn sem safnast. Þannig að ég er rokin í þvottavélina...já og hlaða inn myndum ekki gleyma því.
***
Góða helgi
HH