miðvikudagur, mars 12, 2003

Mið vika og ég er komin í tölvuna eftir LAAANGA pásu.
Samt held ég að ég sé nú bara duglegust af þessu bloggfólki sem ég þekki að uppfæra :) Það er allt búið að vera brjálað að gera hjá mér. Er í skólanum frá 8:30 til svona 23:00. Þegar ég kem svo loks heim er ég alveg búin á því.

Á mánudaginn byrja ég að kenna í Klébergsskóla og verður það ágætt, allavega er ég komin með nóg af skólanum í bili. Svo er allveg brjálað að gera í smíðum þannig að ef það er einhver handlaginn þarna úti endilega látið mig vita og ég kem einhverju verkefni á ykkur :) Nú svo fer erfinginn að líta dagsins ljós þannig að maður er orðin frekar kraftlaus þessa síðustu og ver... tíma, neiii þeir eru nú ekki verstir, ég get heldur ekki kvartað enda frísk og kát. Það er nú fyrir öllu.

Í gærkvöldi var smá pása frá verkefnavinnu og fór ég og hitti hana Albertínu. Hef ekki hitt hana í langan tíma (eins og alla vini mína). Við settumst og sötruðum malt og appelsín og kjöftuðum um daginn og veginn. Það var mjög fínt. :)

Jæja best að taka úr þvottavélinni svona áður en ég þýt út í verkefnavinnu á ný.
Bið kærlega að heilsa öllum. Ég lofa því ekki að ég skrifi í bráð en það verður þó bara að koma í ljós með tíð og tíma... Þið haldið áfram að kíkja enda er þessi síða meira augnayndi en einhver skemmtilesning!!
HH