þriðjudagur, september 12, 2006

Það er allt á floti allstaðar ekkert nema...

Já sveimérþá.
Það er sko löngu kominn tími á nýtt blogg. Einhver leti hér í gangi...nei ég meina það er bara svo mikið hjá mér að gera að ég hef ekki tíma til að blogga (það hljómar betur en leti).
***
Átakið sem ég ætlaði að vera svo dugleg að blogga um gengur vel. Ég ætlaði sem sagt að hætta í sykur og ger áti. Auðvitað er það erfitt í þessu neysluþjóðfélgi að hætta þessu, þar sem auðveldast er að nálgast sykraðar vörur og það sem verra er að óhollusta er miklu ódýrari en það holla. En ég er búin að baka mér brauð ósykrað og gerlaust og búa til gómsæta kjúkklingabaunakæfu, já ég veit að þetta hljómar kannski ekki vel en þetta bragðast mjög vel. Kaffi hef ég ekki smakkað í rúmlega viku og sakna þess ekkert mikið.
***
Á föstudaginn fórum við í bústað með Ægi og Ólöfu og gistum eina nótt. Það var mjög notalegt og fínt. Þegar við komum heim sá ég að eldhúsgólfið var allt í vatni og hélt ég að vaskurinn hefði lekið og skellti handklæði á gólfið til að þurrka það. Svo stuttu seinna er allt aftur á floti og þá er það bara nýja fína uppþvottavélin sem hefur klikkað eitthvað! Korkurinn er ónýtur að hluta og komu tryggingakallar að soga upp vatnið og skildu eftir hjá okkur 2 mega blásara. Þannig að restin af helginni erum við búin að búa við mikinn hávaða líkt og þota sé að fara í gang. En við vonumst nú til að fá eitthvað bætt úr tryggingum og þurfum að minnsta kosti að skipta um gólfefni í eldhúsinu. Þannig að hver veit nema maður taki allt húsið bara :)
***
Peysan sem ég er að prjóna á Ólaf gengur vel. Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur það en allaveg, ég er að prjóna peysu á drenginn og er bara að verða búin :)
***
Svo byrjaði ég á leiklistarnámskeiði í gær og er það í 2 vikur :) Mikið var nú gaman. Ég er alltaf að reyna að halda þessari bakteríu niðri en svo leið og ég fer af stað þá finn ég mikla gleði í hjartanu. Já þetta er alveg ég!
***
Vinnan gengur....æjjjjjá ég ætlaði ekkert að tala um vinnuna hér, enda eins gott núna þar sem ég gæti látið nokkra hausa fjúka ef ég fæ kast!!
***
Njótið dagsins og tímans fram að næsta bloggi.
HH