föstudagur, janúar 17, 2003

Jáhérna.

Ég ætlaði að vera löngu búin að blogga enda finnst mér ég hafa allveg helling að segja.
Það er bara þannig að núna er ég byrjuð í skólanum og það er allveg brjálað að gera!!! Í dag föstudag mætti ég klukkan hálf níu og var allveg stanslaust til fimm ;( Þetta verður víst oftast svona á föstudögum, frekar fúlt, svo er ég líka einhvern laugardag. Þeir kunna nú ekkert að pússla saman stundaskrám þarna í Kennó.

Í morgun byrjaði ég í smíði og það er alltaf jafn gaman. Við eigum nú að fara að smíða skáp þannig að ef einhver hefur tillögur af skáp þá endilega látið mig vita. Hann má ekki vera hærri en 80cm og ekki breyðari en 30cm! Var nú bara að spá í einhverju undir geisladiskana mína, eða þá snúa honum hinseginn og hafa hann undir videó spólur og sjónvarpið ofaná...Hummmmm miklar pælingar í gangi.

Ég fór á miðvikudaginn síðasta á svona foreldrafræðslu eitthvað...það var voða fínt, verið að tala um síðustu daga meðgöngunnar og fæðingu...Við fáum að horfa á myndband í næsta tíma af fæðingu, það verður nú skerí.....brrrrr.... En maður þarf nú að ganga í gegnum þetta þannig að það er bara gaman, er það ekki annars? Svo fáum við að fara uppá spítala að skoða fæðingardeildina og svona það helsta. Þetta er allt saman voða spennó. Það er nú ekki nema rétt rúmlega tveir mánuðir í að erfinginn byrtist.

Jiii Ásgeir er að kalla matur þannig að það er best að hlíða, það er kjúlli í matinn eitthvað svona sterkt, mmmm það er svo gott. Ég sem ætlaði að skrifa svo miklu miklu meira, um Kárahnjúka, meira um skólann um kaffihúsferðina sem ég fór á og örugglega fullt meir, en það bíður betri tíma því kallinn kallar í mat.

Skrifa þó eitthvað um helgina áður en skólinn drepur mig allveg.............

Hafið það ávall tsem allra best.
HH

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Þá er kominn miðvikudagur og tími til kominn að blogga.

Málið er bara að það er ekkert að segja. Á morgun byrjar skólinn fyrir alvöru og ég er hreinlega farin að hlakka til, nenni ekkert að vera í einhverjum skólaheimsóknum. Ég er búin að vera að rembast við að prenta út stundatöfluna mína en það bara gengur ekkert. Ég er greinilega algjört tölvunörd ekki nema þessi prentari sé eitthvað lásí. Klukkan er að verða tólf á hádegi og ég er ekki enn búin að klæða mig!!! Hvaða djö... leti er í gangi, hangi bara fyrir framan tölvuna sem gerir mann ekkert nema meira andlausann. Held ég ætti bara að fara og fá mér smá kaffisopa áður en ég byrja að pirra mig ennþá meira hér á þessu blessaða bloggi.
Dóra Blogg kveður.

sunnudagur, janúar 12, 2003

Þá er helginni senn að ljúka. Þetta er allveg svakalega fljótt að líða.

Á föstudaginn þá var ekki farið til Ægis eins og ætlunin var því hann þurfti að gera eitthvað... Allavega, þannig að ég og Ásgeir skelltum okkur bara í sund, það var reyndar ekkert synt heldur var bara verið í leti í pottunum. Mmmmmm það var svo gott, mæli allveg með því að fólk skelli sér í sund og hvíli sig í pottunum. Að sundi loknu var farið í bíó. Ég hef nú ekki leyft mér þann munað í lengri tíma enda er ekkert smá dýrt í bíó. Hvað þá á íslenska mynd eins og varð fyrir valinu að þessu sinni. Við sáum myndina Stella í framboði. Hún var nú bara nokkuð góð og fær hún fleiri en eina stjörnu eins og gagnrýnendur hafa gefið henni. Mér fannst nokkrir leikarar mjög fínir í hlutverkum sínum eins og t.d. Laddi, ég er nú ekki mikið Ladda-fan, en hann var fínn í myndinni. Ef fólk vill fara að sjá þessa mynd þá mæli ég allveg með henni, ágætis afþreying. Hún skilur s.s. ekkert mikið eftir sig, en engu að síður fín mynd.

Á laugardeginum, s.s. í gær, hummmm hvað gerði ég þá.....já allveg rétt svaf held ég til hádegis fór með múttu í búðir kom heim bloggaði aðeins og svo var matarboð hér í gærkvöldi. Bróðir pabba kom og hans familía svo og Gummi Geir frændi. Það var grillað úti bara eins og um hásumar og ekkert smá góður matur mmmmmmm :)
Að loknum mat og helling af ís þá var farið að spila. Við spiluðum Ísland, nýja spurningaspilið. Það var rosa fínt, urðum að hætta áður en spilið kláraðist því vorum búin að spila og spila og engin að verða gjaldþrota, nema Gummi Geir sem var gjaldþrota og lét sig þá hverfa!!!

Svo í dag sunnudag þá svaf ég fram á hádegi og fór svo út í göngutúr með Ásgeiri. Löbbuðum út að flugbrautarenda og til baka. Þegar heim var svo komið ákvað ég að baka skinkuhorn og Ásgeir gerði heitt súkkulaði, þar fór víst göngutúrinn fyrir lítið!!!
Núna bíð ég bara eftir matnum sem er verið að útbúa, það er Ásgeir sem á heiðurinn að matnum í kvöld, já hann á klapp skilið fyrir dugnað þessi elska.

Jahérna.....fréttirnar eru hér á fullu blasti fyrir aftan mig og einn Gibb bróðirinn er dáinn, hann Maurice. Blessuð sé minnig hans. Þeir voru nú góðir Bee Gees.

Jæja þá ætla ég að ljúka þessu bloggi mínu í dag
Hafið það sem allra best.
Halldóra