fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hér sé Guð

Ég var svo bjartsýn í gær á að vorið væri komið...hefði betur átt að halda kj því þá væri kannski enn sól!! Neiiii ég hef nú ekki svo mikið vald á heiminum að ég geti stjórnað sjálfum veðurguðinum. Það er varla að ég hafi stjórn á 14 sex ára gríslingum með sagir!!!

Klukkan er rúmlega 12 og það er eins og ég sé búin að vera hér í marga daga...sumir dagar líða hægar en aðrir það er bara staðreynd held ég svo eru aðrir dagar þannig að maður er varla vaknaður þá er komin tími til að fara aftur að sofa...talandu um svefn, sofnaði í gær kl:19:30 og þvílík snilld, mæli með því að fara snemma að sofa einstaka sinnum!

Ég er farin í mat.
OVER AND OUT

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Bíbíbí og dirrendí .....

Það er miðvikudagur og tveir og hálfur vinnudagur eftir af þessari viku...finnst það of langt. Ætli öllum finnist bara svona lala í vinnunni, er einhver sem er að lesa þetta núna og ELSKAR vinnuna sína?? Endilega ef svo er látið mig vita hvað það er sem þið eruð að gera, ekki það að ég girnist vinnuna ykkar heldur bara svona til að fá kannski komment :)

Ég er nú svo sem í ágætri vinnu, en sótti samt um aukavinnu um daginn, var að fá svar og viti menn...vinnan er EKKI borguð...helllúúú pant vera að vinna launalaust NOT.

Lífið gengur fínt, vorið virðist vera að koma, samt er bara febrúar og ég veit að það á örugglega allt eftir að snjóa í kaf svona áður en "alvöru" vorið kemur. Von er á lóunni eftir u.þ.b. mánuð, sumir farfuglar eru farnir að lenda lafmóðir eftir langt flug...ætli fuglaflensufuglarnir fari ekki að koma...hummm það verður spennandi að sjá...sjúkrahúsinfarin að krækja sér í aukasúrefni og útbúa lokaðar deildir og hvað oig hvað...jahh allavega á Akureyri sá ég í fréttunum. Ég hræðist þetta þó ekki, ce sera sera.

Jæja það er kominn hádegismatur ætla að hakka í mig grænmetislasagnað síðan í gær.
Góðar stundir!