fimmtudagur, júní 22, 2006

sól sól skín á mig.

Fólk farið að kvarta sáran undan litlum skrifum undanfarið. Já hvað er þetta haldiði að ég hafi bara ekkert annað að gera en að hanga í tölvunni og segja ykkur frá öllu því stórfenglega sem ég fæst við í sumarfríinu.
***
Veðrið hefur ekki verið alveg eins og ég hefði kosið en það var gott veður í gær og það var korter í dag sem hægt var að vera úti. það er nú svo sem alveg líka hægt að vera úti alla hina dagana, vera þá bara vel gallaður í föðurlandinu og pollagalla.
***
Fór í brúnkuspreymeðferð í dag, já maður verður bara að feika brúnkuna fyrst hún fæst ekki frítt. Stóð þarna nakin inní tjaldi meðan gellan úðaði mig alla með ísköldu spreyinu. 30 mínútum seinna og 3500 kalli fátækari labbaði ég út brún og sælleg.
***
Vona að þessi stutta færsla mín svali þorsta þyrstra lesenda minna.
Lifið heil.
HH

sunnudagur, júní 18, 2006

will you still need me will you still feed me...

When I´m 64??
Já það kannast nú kannski margir við þetta textabrot. En það á nú mjög vel við í dag þar sem kappinn á afmæli í dag. Já til hamingju með daginn Paul McCarteny bara orðin 64 ára.
***
Mér finnst alltaf dáldið gaman af svona lögum sem eru annað hvort með eitthvað ártal eða eitthvað í þeim dúr, því þegar þau eru samin þá er svo gríðarlangt í þann tíma sem á við. Eins og lagið með Villa Vill, Mig dreymd það væri komið árið 2012 þeir tunglið höfðu malmikað og steypt í hólf og gólf... Kannski um miðbik síðustu aldar þegar þetta lag var samið þá var fólk með það á tæru að árið 2000 yrðu ekkert nema fljúgandi bílar og þar fram eftir götunum. Æjjj já veit ekki hvort þið skiljið það sem ég meina!
***
17.júní í gær og fínn dagur bara. Fórum við fjölskyldan á Rútstún hér í Kópavogi og skemmti Ólafur sér vel í hoppukastalanum. Það var nú alveg ótrúlegt hvað veðrið var með ágætum en smá úði annað slagið, ekki kvartar maður yfir því þegar maður er búinn að rigna í kaf í allt heila helv...sumar. Um kvöldið kom frænka mín hún Guðlaug í mat ásamt sínum ektamanni. Mmmm grilluðum læri og mikið var nú maturinn góður. En huhummm held að okkur Guðlaugu hafi einnig þótt rauðvínið gott því við náðum að stúta 3 flöskum og já beilís flöskunni allri sem ég hélt að myndi mygla hjá mér!!! Mæómæ hvað við skemmtum okkur nú fínt en ekki fannst mér eins skemmtilegt í morgun. Muna það að drekka ekki rauðvín eins og vatn.
***
Mánudagur á morgun bara gaman því ég er í sumarfríi :)
Þynnku kveðjur
HH