mánudagur, apríl 24, 2006

song song blue...

Ég hef nú ekki skrifað hér í dágóðan tíma og er farin að fá skammir fyrir það. Fólk farið að senda mér sms og stoppa mig á götum úti og krefst þess að síðan verði nú uppfærð, já það tekur á að eiga eina vinsælustu bloggsíðu landsins!!

Páskarnir eru lönguliðnir og eins og ég var búin að skrifa í síðustu færslu þá skellti litla fjölskyldan sér vestur í Bolungarvík. Þar sem þessi tími er liðinn og minnið mitt nær ekki lengra en gærdagurinn þá er tilgangslaust að skálda upp einhverja ferðasögu fyrir ykkur. En eitt get ég þó sagt að fríið var kærkomið og skemmtum við okkur vel.

Ég hugsa oft á dagin (stundum hugsa ég líka á morgnana og kvöldin, en þó ekki oft) að það væri nú gaman að skrifa um hitt og þetta en svo bara kem ég mér aldrei í það. Stundum væri fínt að geta tengt snúru bara svona eins og að setja myndir úr myndavélinni inná tölvuna við hausinn á sér og hlaða hér á síðuna. Þá væri síðan uppfærð daglega og mikil speki og djúp hugsun myndi ráða ríkjum.

Var að koma af góðum fyrirlestri sem Húgó hélt. Húgó er einn af okkar jahh allavega vinsælustu sálfræðingum og hefur mikið unnið með samskipti foreldra og barna. Fræðandi fyrirlestur og fyndin bara líka. Ætli Húgó sé ekki bara svona okkar Dr. Phil?

Jæja þar sem klukkan er nú að verða ellefu að kveldi þá er heilinn minn löngu hættur allri starfsemi og þar að auki sex and the city að byrja.

Elskið hvort annað.
HH