þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Er að reyna að breyta þessum stöfum öllum yfir á íslensku!

Góðan og blessaðann daginn kæru lesendur.
Hér hefur maður nú ekki kíkt í áraraðir enda búið að breyta lúkkinu á bloggernum og allt hvað eina, ég rétt náði að muna notendanafnið mitt og leyniorð!!

En þar sem skólinn er á næsta leiti þá verður örugglega meira um færslur enda fátt skemmtilegra en að blogga í stað þess að hlusta á leiðinlega fyrirlestra!!

Margt hefur nú breyst síðan ég skrifaði hér síðast, það sem helst mætti nefna er að maður hefur fjölgað mannkyninu (ekki veitir af)!! Uppeldishlutverkið gengur fínt að ég tel, þetta er krefjandi og spennandi verkefni sem maður leggur sig allan fram í að gera vel, sjáum svo bara hvernig það tekst til síðar :)

Jú og svo annað maður hefur fjárfest í íbúð uppá margar milljónir, það er líka mjög spennandi og þá fer maður að skrimta og hafa það hrökkbrauð og vatn í öll mál. En í öllum textum og öðru slíku er talað um skrimt sem einhverskonar rómantískt tímabil, ég veit ekki með það!!

Jæja er að fá gesti best að fara að hella uppá eða reyna að vera smá húsleg, ekki seinna vænna en að æfa sig aðeins.
Ciao í bili.