laugardagur, maí 20, 2006

Úti er alltaf að snjóa...

dagur 6
Þá er enn ein helgin gengin í garð með öllu því sem tilheyrir. (nú pælið þið í því hvað tilheyri helginni) en hjá mér fylgir helginni, tiltekt, út að labba í dalnum, láta sér leiðast (ekki er kallinn heima til að halda mér félagsskap og ekki á ég marga vini (bara fáa og mjög góða!!)).
En þessi helgi er nú ekkert á þessa leið. Fór að vinna í morgun (já það er laugardagur) því skólinn á stórafmæli og auðvitað verður maður að taka þátt í því, ekki hef ég heldur farið út að labba þar sem veturinn er kominn. Já það er ógeðslega kalt hérna og svei mér þá ef ég sá ekki hvítar flygsur fjúka úr skýjunum.
***
En nú var klukkan að slá fjögur og það þýðir kaffi. Jámm Lilja systir var svo elskuleg að bjóða mér í marenges og kaffi. Jahhh eða kannski var ég bara heppin að vera stödd hjá mömmu þegar bjóða átti henni í kaffi ;)
***
kæru lesendur ég er fúl útí ykkur að kommenta ekki hjá mér. Eins og í gær, púfff hvað ég var í ham að skrifa, en hvað fæ ég...2 komment. Takk Kalli og Kristín.
***
Eitthvað er þetta þunnt blogg í dag en verður betra þegar líða tekur á vikuna.
Jæja er þotin í kaffi.
HH (met blogg hvað sviga varðar)!!

föstudagur, maí 19, 2006

Living is easy with eyes closed.

dagur 5
Júróvisjón var í gær eins og flestir vita nú. Spádómur minn um Silvíu og að komast áfram rættist ekki, enda er ég ekki mjög góð í spádómum (þrátt fyrir að hafa reynt fyrir mér í tarrot í denn).
***
Ágústa Eva er búin að vera í karakter 24/7 þarna úti og í raun í marga mánuði því hún er búinað flakka um alla Evrópu og kynna sig. Þannig að álagið á henni er gríðarlegt. Ætlunarverk hennar tókst, hún náði að hneyksla liðið svo ummunar. Til háborinnar skammar fannst mér að áhorfendaskarinn hafi púað á hana. SKAMMSKAMM. Vel uppalið fólk gerir ekki svona, aldrei púa ég ef mér mislíkar eitthvað á tónleikum eða öðrum skemmtunum.
***
Kynnarnir í keppninni GUÐMINNGÓÐUR (á innsoginu). Hann þarna gordjus Herodes eða hvað hann nú heitir gerði ekkert annað en að sýna hvað hann væri mikill talent og kyntröll. Hann söng að ég held tvisvar!!! Hellllúúúú ekki var hann að taka þátt er það????
***
Einn keppandi náði nú að hneyksla mig meira en hún Silvía (sem hneykslar mig ekkert). Man ekkert hvaðan hún kom en hún söng lagið Mama, eða mamma. Hún var klædd í pínulitlar nærbuxur (eins og flestar aðrar söngkonur í keppninni) Með bert langt niður á nafla og söng, mamma, mamma, mamma sérðu ekki hvað ég sakna þín (nema hún söng það á bjagaðri ensku). Þetta fannst mér jahhhhh hvað á ég að segja ÓGEÐFELLT. Virkilega sko!
***
Án gríns þá skil ég ekki hvað fólk sér hneykslanlegt við Silviu, hún er bara ýktari típan af svoooo mörgu ungi fólki í dag. Fræga fólkið er meira og minna klikk, ég meina Britney Spears með litla barnið sitt undir stýri, Paris Hilton…þarf ég að segja meira eða skiljiði hvert ég er að fara. Frægðin skiptir suma ÖLLU máli, að þekkja rétt fólk vera innanum frægt fólk og svo mætti lengi telja. ALLIR hafa skoðun á Silviu en það hafa ekki allir skoðun á t.d. þarfari hlutum eins og stjórnmálum, mannúðargæsku svo eitthvað sé nefnt. Af hverju púum við ekki á það fólk sem er að sökkva landinu okkar? Af hverju stöndum við ekki saman þegar kemur að því að borga hærri laun? Af hverju er svo mörgum sama hvað verður um gamla fólkið í þessu landi og fátæktina í heiminum? Silvía er bara að sýna okkur hvert heimurinn stefnir, HÚN ER LEIKKONA.
Fólk er fúlt að hún hafi ekki mætt á fjölskylduskemmtun hjá ESSO. Málið er að hún er ekkert barnaefni og ætlaði sér ekki að verða það. Ég meina flest fólk var búið að sjá þættina hennar, sem voru sýndir á þeim tíma þegar börn áttu að vera sofnuð en samt ætlaði þetta sama fólk að láta börnin sín sjá hana?? Kommon það er ekkert vit í því.
***
Jæja ég er að verða búin með hádegismatinn minn utaf þessu rausi í mér.
Vonandi kom ég því til skila sem ég vildi.
***
Hvað varð um öll kommentin???
Sýnið hvort öðru ást og umhyggju.
Ykkar einlæg
Halldóra

fimmtudagur, maí 18, 2006

Töff töff töff

dagur 4
Þá er fimmtudagurinn runninn upp. Dagurinn sem margir hafa beðið spenntir eftir í marga
mánuði. Ég veit um júróvisjón forkeppnisparty um allan bæ en hef þó kosið að vera bara heima hjá mér með kallinum og barninu.
Ég er bara nokkuð bjartsýn á að Silvía Nótt komist í aðalkeppnina enda eru hin lögin ekkert til að hrópa húrra yfir (var ég búin að skrifa þetta áður??). En sjálfa aðalkeppnina vinnur stelpan ekki og því held ég að landinn ætti ekki að hlaupa til og kaupa sjónvörp og bíla í tugavís til þess eins að eftilvill kannski fá þá endurgreidda því það mun ekki verða. En þetta eykur þó hagvöxtinn, látið mig vita það...FOB og CIF, það er sko mín deild!!!
***
Hér á bæ verður pizza í matinn...ætli maður þurfi að fara að panta hana til að fá hana á skikkanlegum tíma?? Gaman væri að þið mynduð kommenta og tjá ykkur um það hvað var í matinn hjá ykkur á júróvisjónforkeppniskvöldinu!!
***
Svo eru það kosningarnar eftir rétt rúma viku. Ólafur fékk svakalega fallegt merki frá flokk einum hér í bæ og hefur tekið ástfóstri við þetta merki sem ber ákveðinn bókstaf. Kona ein (líka hér í bæ) benti mér kuteysislega á að barnið gæti orðið fyrir aðkasti að bera þetta merki!!! Þannig að hér er að færast fjör í kosningarslaginn...en meira af því síðar.
***
Föstudagur svo á morgun. Fínt að eiga helgi þar sem allir eru orðnir fullfrískir.
Jæja ég ætla að fara að koma mér í stellingar í sófanum, panta pizzuna og setja teppi á tásurnar enda bara 50 mínútur í að keppnin hefjist.
***
Njótið kvöldsins.
Halldóra

miðvikudagur, maí 17, 2006

PS. I love you.

dagur 3
Enn er ég mætt fyrir framan tölvuna.

Ekkert smá gaman að fá svona mörg komment eins og í gær. Takk fyrir það öll sömul og ekkert smá gaman að fá svona skilaboð að handan!! Já langa kom víst fram og sagði að "þetta" yrði allt í góðu hjá mér. Úúúú ekkert smá spennó að einhver fylgist líka með manni á hinu tíðnisviðinu :)

Júróvisjón á morgun, eða sko undankeppnin og þá verður nú fróðlegt að fylgjast með Silvíu Nótt og sjá hvort hún noti fuck og ef hún gerir það þá verður spennó að sjá hvort hún fái að keppa. Það sem mér finnst einkenna keppnina í ár eru fullt af dead-boring lögum. Kannski að þau eigi bara eftir að venjast ég veit það ekki.

Var heima að gramsa í morgun (já Ólafur er enn veikur, en ég fór í vinnu á hádegi) og kom auga á gamalt bréf frá einni sem var skiptinemi jafnt og ég, Dawn Fraser, fann e-mailið og tékkaði hvort það væri enn í notkun og svo er :) Búnar að vera að skrifast á í dag og ekkert smá gaman að rifja upp gömul kynni.

Ég er eitthvað ferlega andlaus í dag og ekki beint í stuði að skrifa einhverja hnyttna og skemmtilega færslu (eins og allar hinar eru)!!

Eitt að lokum, sorgalegt en satt, Paul og Heather eru skilin að borði og sæng.

Þangað til á morgun.
Ciao.

23 dagar í Manchester

þriðjudagur, maí 16, 2006

She said I know what it´s like to be dead.

Þá er dagur tvö runninn upp.

Ég er mætt til vinnu svona til tilbreytingar. Ásgeir heima í dag með Ólaf. Vorum að koma með hann frá eyrnalækninum og jújú það er enn ein eyrnabólgan og enn einn sýklalyfjakúrinn. FIMMTI penselínskammturinn á stuttum tíma og mér finnst þetta ekki lengur sniðugt, en hann vildi prófa einu sinni enn og ef það gengur ekki (sem ég býst við að gerist) þá á að taka hálskirtlana. Vona bara að öll þessi líffæraúrtaka í barninu hafi eitthvað að segja.

Annað er nú ekki títt. Ég búin að vera á bömmer varðandi líf mitt þessa dagana. Jahhh kannski ekki beint lífið sjálft en hluti eins og atvinnu og annað. Hef komist að þeirri niðurstöðu (löngu búin að fatta það samt) að ég er á kolrangri hillu í lífinu og í raun er ég komin undir hillu eða eitthvað langt bakvið hana. Afhverju get ég ekki bara...æjjj nei sorry ætla ekki að tjá mig meira um þetta.

Kær vinur minn er einnig á einhverjum bömmer þessa dagana vegna sambandsörðugleika. Hann heitir Palli sumir kalla hann Palla grænmetispoppara eða Macca en í raun heitir hann Paul McCartney. Hann hringdi í mig um daginn og ég sagði honum bara mína skoðun, hann á ekkert að vera að dandalast með þessari fótalausu fyrirsætu. Þessi pjá** kann sko að versla segi ég nú bara, húkka í ríkasta mann Bretlandseyja og þó víða væri leitað, segist ekki geta átt börn en úppps núna er til 2 ára lítil stelpa, giftir sig og hummm engin prenup (æjjj svona samningur sem ríka fólkið gerir, man ekki hvað það heitir). Ég ættla að hitta Macca þegar ég fer til Manchester og bara aðeins að hugga hann. Ég var samt búin að vara hann við.

Svo nálgast kosningar og júróvisjón á fimmtudag. Jiii á ég að fara að blogga um þetta líka?? Neeee geri það á morgun. komin með miklu meira en 150 slög og því læt ég þessu lokið í dag.
Bíðið spennt eftir næsta bloggi :)

Halldóra.
24 dagar í Manchester

mánudagur, maí 15, 2006

punktur punktur komma stik

Jæja þá er komið að því og ekki aftur snúið. BLOGGÁSKORUNIN mikla hafin.

Er öll að skríða saman eftir flensuna í síðustu viku en nú er það sonurinn sem er lagstur. Jiii ætli maður verði rekin úr vinnu eftir öll þessi veikindi??

Á laugardaginn átti unnustinn frí og brugðum við okkur af bæ. Fórum uppí Borgarfjörð og áttum góðan dag með Kalla og Ögmundi. Ég og Kalli fórum smá fjallgöngu sem var mjög skemmtileg... Ég á inniskóm og Kalli dró mig beint af augum gegnum Birki frumskóg. Það vildi nú ekki betur til en svo að hann steyptist á hausinn....HAhahahaha hvað það var nú fyndið. (sorry Kalli en það var ógeðslega fyndið). Svo var farið í pottinn og grillað og haft það notalegt.

Mæðradagurinn var víst í gær og óska ég öllum mæðrum til hamingju með daginn. Ólafur er víst of ungur til að gefa mér blóm og því fékk ég ekkert nema knús frá honum sem er miklu betra en blóm sem drepast hvort eð er.

Mánudagur í dag og fyrsta bloggfærlsan búin :)
Verið nú dugleg að kommenta í þennan mánuð... og líka þið sem kommentið aldrei.