föstudagur, desember 09, 2005

Ímyndaðu þér allt mannkyn að lifa í sátt...

Allt að verða kreisí.
Það er föstudagur og rétt rúmur hálftími eftir af vinnunni!! Síðasti tími á föstudögum er tölvutími og þar sem þetta er síðasti föstudagurinn minn með ormunum þá gaf ég frjálsan tíma (verð elskuð fyrir það).

Dagurinn byrjaði með kaffi og dansmyndbandi á leikskólanum hjá Ólafi, ekkert smá flott hjá krökkunum. Svo var bara vinna (ekkert bara við það svo sem) svo er jólahlaðborð í kvöld hjá Erni, þar verður svaka stuð.

Gær dagurinn var helgaður Lennon hjá mér. Hann var skotinn til bana fyrir 25 árum og mér finnst sem það gerst hefð´í gær.!! Blessuð sé minning hans.

A presto.

fimmtudagur, desember 08, 2005

klukk...

Nú tröllríður netheiminum, aðallega þó bloggheiminum "klukkleikur" af ýmsum toga. Hér er eitt mjög sniðugt "klukk" læt það flakka.

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!