laugardagur, október 30, 2004

þess ber hæst!!

Hef ekki skrifað hér í aldir!! Hef s.s. ekkert verið með hugann við skriftir né neitt annað. Já hugurinn hefur verið tómur síðustu mánuði...hummm og kannski síðustu ár...man hreinlega ekki hvenær hann var virkur síðast.

Það er laugardagur í dag og sagt er að hann eigi að vera til lukku. Ekki hefur verið mikil lukka í dag hjá mér... ekki heldur nein ólukka, bara svona típískur dagur. Ætlaði mér að kíkja í Smáralindina svona fyrst maður er í helgarfríi, en það er bara eins og allir hafi ákveðið að fara þanngað í dag þannig að ég hrökklaðist þaðan út. Þoli ekki að fara í verslunarmiðstöðvar þegar troðningurinn er svo mikill að maður finnur til köfnunartilfinningu.

Það varð bara til þess að ég fór heim og setti í þvottavélar og vaskaði upp...já kannski að það hafi bara átt að vera þannig hjá mér í dag.
Er nokkurnveginn búin að ákveða að fara í Kolaportið á mogun...bara svona taka göngu um miðbæinn og ef maður gerir það um helgar er alltaf gaman að kíkja í Kolaportið, mikið af skrítnu fólki að selja skrítnar vörur, já það er gaman að vera innan um sína líka!!

Kosningar í USA nálgast og verður spennandi að fylgjast með þeim, vona sannarlega að Kerry vinni, fíla ekki Bush, hann er svo mikill hroki og fífl að það hálfa væri nóg fyrir mig. Ætla mér ekkert að vera með neinn rökstuðning á þessu máli mínu enda finnst mér það alger óþarfi þar sem þetta eru bara mínar skoðanir. Maður á ekki alltaf að þurfa að sína rök á því sem manni finnst. Má ekkert svar lengur vera "af því bara mér finnst það"??

Klukkan er tíu á laugardagskvöldi og ég ætlaði mér að læra í stærðfræðinni... var í prófi um daginn og kennarinn sagði " þið tapið engu á því að mæta...getið þess vegna skrifað ljóð". Já ég mætti, enda engu að tapa og skrifaði eitt stykki ljóð fyrir kallinn.

Stærðfræðina ei ég skil
ég sit og reyni að hugsa.
Hvað er jafna, mengi og bil?
Hef ég verið að slugsa?

Tíminn læknar sárinn öll
og þótt ég falli á prófi
þykist ég vera nokkuð snjöll
og jafnvel umfram hófi!!

Það er alger óþarfi að segja hvað ég fékk á prófinu en hann var nú samt að spá í að hækka mig upp fyrir ljóðið :)
Nóg af rugli í bili
Halldóra lata kveður.